Um 1.300 manns mættu á hátíðinar Pardísarmissir – Hálendishátíð til verndar hálendi Íslands í Háskólabíó 16. apríl síðstliðinn en loka þurfti stóra sal Háskólabíós þegar öll sæti voru upptekin, setið var í tröppum og staðið meðfram veggjum. Fjöldi fólks horfði á dagskránna á skjám í anddyri Háskólabíós að ótöldum þeim fjölda sem horfði á dagskránna í beinni útsendingu á youtube rás Landverndar.
Dagskráin rann vel í gegn en grípandi ræður, örviðtöl á myndbandsformi og dillandi tónlist gerðu viðburðinn að ógleymanlegri kvöldstund.
Hér má sjá streymi frá viðurðinum.
Á hátíðinni voru frumsýnd nokkur myndbönd þar sem ólíkir einstaklingar tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu. Meðal viðmælenda eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Styrmir Gunnarsson og Tómas Guðbjartsson læknir.
Markmiðið hátíðarinnar var að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.
Ræðumenn á hátíðinni voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Snorri Baldursson, Þórarinn Eyfjörð, Einar Örn Benediktsson, Steinar Kaldal, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Tinna Eiríksdóttir, Þorbjörg Sandra Bakke, Hrönn Guðmundsdóttir og Andri Snær Magnason. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir var kynnir.
AmabA damA, Mammút, 1860, Una Stef, Valdimar Guðmundsson, Jónas Sigurðsson og Ómar Ragnarsson sáu um tónlistina.
Samtökin sem stóðu að hátíðinni voru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Framtíðarlandið, SAMÚT (Samtök útivistarfélaga) og Gætum Garðsins, með styrk frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.