Um verkefnið

Hreinsum Ísland er strandhreinsunarverkefni Landverndar. Einstaklinga, hópar og fyrirtæki eru hvött til að skipuleggja eigin strandhreinsun og skrá sig til leiks á hreinsumisland.is. Landvernd veitir þar góð ráð og birtist hreinsunin á Íslandskorti átaksins. Með þessu vill Landvernd vekja athygli á mengun sjávar af völdum sorps og að við getum bæði hreinsað og spornað gegn henni. Rík áhersla er á að vekja fólk til umhugsunar um allt það magn af plasti sem við notum í daglegu lífi og finna leiðir til að draga úr því. Plastmengun í hafi er ekki eitthvað sem á sér aðeins stað erlendis heldur er raunveruleg áskorun á Íslandi líkt og öðrum löndum í heiminum.
Á síðunni hreinsumisland.is má finna fræðslu og leiðbeiningar fyrir skipulagningu strandhreinsunar. #hreinsumisland #landvernd #hreinthaf