Fréttir

Stilla styrkir Landvernd með bókinni UNIQUE ISLAND

Í gær skrifuðu Bókaútgáfan Stilla og Landvernd undir samkomulag sem felur í sér að 5% af söluandvirði nýrrar bókar, UNIQUE ISLAND, eftir Kristján Inga Einarsson ljósmyndara mun renna til Landverndar. Útgáfuhófið fór fram í bókabúð Eymundsson í Austurstræti í Reykjavík undir harmónikkuleik Reynis Jónassonar.

Kristján Ingi hefur tekið ljósmyndir frá unga aldri og er þetta er sjötta landkynningarbók hans þar sem hann leggur áherslu á að sýna kyrrðina í óspilltri náttúru Íslands.

Af þessu tilefni gerði Kristján Ingi grein fyrir bók sinni og ástæðu þess að hann ákvað að láta hluta söluandvirðisins renna til náttúruverndar: „Ég vildi gefa tilbaka til íslenskrar náttúru sem hefur gefið mér svo mikið og fóstrað mig í áratugi. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér eðlilegast að gefa hluta af söluandvirði hverrar bókar til Landverndar, framsækinna samtaka sem vinna eftir hugsun í náttúruvernd sem er mér að skapi“.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar sagði það mikið gleðiefni að fleiri og fleiri leggðust á árar náttúruverndar: „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á starfi okkar og við erum afar þakklát fyrir stuðninginn. Fjármunina munum við nýta til ýmissa náttúruverndarverkefna“. 

Tögg
Gudmundur Ingi Gudbrandsson og Kristjan Ingi Einarsson skrifa undir samkomulagid.jpeg  UNIQUE ISLAND.jpeg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,