Fréttir

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er verkefnastjóri Bláfánans og strandhreinsunarverkefnis Landverndar, Hreinsum Ísland.

Sigríður Bylgja lauk BA gráðu frá Háskólanum á Bifröst í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði árið 2010. Á Bifröst sat hún í háskólaráði.

Hún lauk meistaranámi í Mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni (e. MSc in Human Ecology, Culture, Power and Sustainability) frá Háskólanum í Lundi árið 2013.

BA-ritgerð hennar fjallaði um áhrif kynjamisréttis á hagvöxt með tilliti til menntunar, atvinnuþátttöku og kynbundins launamunar.

MSc-ritgerðin fjallaði um samanburð á Laxárdeilunni 1970 og viðhorfa vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit með tilliti til menningar, valda og sjálfbærni. Orðræðugreining, kenningar Foucault um ,,ráðandi sannleik" (e. regimes of truth) og vald/þekking voru tekin fyrir í rannsókninni. Hluta af meistaranámi sínu tók Sigríður Bylgja í starfsnámi og vann hún hluta þess í Belize í Mið-Ameríku þar sem hún vann með grasrótarsamtökum sem berjast fyrir réttindum Maya indíána í Sarstoon Temash þjóðgarðinum. Síðari hluta starfsnámsins tók hún hjá Landvernd og vann að meistararitgerð sinni þar.

Starfsnám sitt og rannsóknarverkefni vann Sigríður Bylgja hjá Landvernd árið 2012, hún vann sértækt verkefni fyrir samtökin árið 2013 og starfaði hjá Landvernd við kynningarmál og í Grænfánaverkefninu frá 2014-2016. Frá janúar 2018 hefur hún starfað við Bláfánaverkefið og Hreinsum Ísland.

Námskeið: Umhverfismannréttindi (Environmental human rights) haldið af International Young Nature Friends (IYNF) og Evrópuþinginu í Búdapest vorið 2012.

Umhverfismennt, samfélagsleg ábyrgð, velferð dýra, virðing við náttúru og vistkerfi eru Sigríði Bylgju hjartans mál. 

Netfang: sigridur.bylgja (hjá) landvernd.is
Greinar eftir Sigriði Bylgju

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

orkustefna.jpg
1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
Orkustefna fyrir Ísland varðar alla starfsemi á Íslandi.