Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Umhverfisvottun Snæfellsness, Landvernd, Lions hreyfingin og Blái herinn þakka öllum þeim sem tóku þátt í Norræna strandhreinsunardeginum 6. maí 2017 s.l. laugardag.
Mörg tonn af plasti söfnuðust
Mörg tonn af rusli, að mestu leyti plast, voru hreinsuð skipulega af þremur strandsvæðum og að auki voru víða minni hreinsanir. Landeigendur tóku til hendinni, ferðaþjónustufyrirtæki, eyjar voru hreinsaðar, kafað var í höfnina í Stykkishólmi og áfram má telja. Lionsklúbbur Nesþinga, Lionsklúbbur Ólafsvíkur, starfsmenn umhverfisstofnunar og norrænu sendiráðanna ásamt öðrum sjálfboðaliðum fóru hamförum á ströndinni við Bervík. Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir tók þátt í fjörunni í Skógarnesi en þar var einnig að finna lengsta strandsvæðið með hörkuduglegt lið heimamanna fremst í flokki.
Veðrið lék við þátttakendur og í lokin var blásið til snæfellskrar veislu á Breiðabliki þar sem yfir 200 manns komu saman.
Ruslið sent til endurvinnslu
Mikil áhersla var lögð á að flokka ruslið og koma því til endurvinnslu eins og hægt var. Á hverjum hreinsunarstað var stikaður af 10m x 100m tilraunareitur. Haldin var nákvæm skráning um það sem þar fannst og verður það borið saman við tilraunareiti á Norðurlöndunum sem voru hreinsaðir samtímis. Nánari upplýsingar um magn og gerð rusls sem safnaðist koma síðar.
Snæfellsnes í farabroddi
Markmið verkefnisins var að vekja athygli á viðfangsefninu plast í hafinu og mögulegum aðgerðum til úrbóta. Við þurfum að endurskoða neyslu,flokka og skila rusli og hreinsa gamlar syndir. Snæfellsnes er í fararbroddi því að þar hefur verið unnið skipulega að umhverfismálum. Við hvetjum ykkur til að halda ótrauð áfram að hreinsa strendur og koma í veg fyrir að plast endi í hafinu. Margir lögðu hönd á plóg og viljum við sérstaklega þakka samstarfsaðilunum Landvernd, Bláa hernum og Lionshreyfingunni á Íslandi. Heimamönnum í Skógarnesi, Hofgörðum, þjóðgarðinum Snæfellsjökli og sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.
9:45 - Rúta fer frá BSÍ í Reykjavík
13:00 - Hreinsunarstarf hefst á öllum hreinsunarstöðum. Stutt sögustund um miðbik hreinsunar á hverjum stað. 17:00 - Lokahóf og hressing að Breiðabliki. Húsið opnar kl. 16 og hefst dagskrá kl. 17. Gestastofan að Malarrifi verður opin frá kl. 11 og tilvalið fyrir fjölskyldufólk að taka þar þátt í hreinsun. Fjölskyldustund og fræðsla landvarða.
Hreinsunarstaður. Sandströnd. Aðgengi gott. Hætta á sandbleytu í flæðarmálinu. Hreinsun hefst formlega kl. 13. Rútugestir verða komnir um 12:30 á svæðið.
Hreinsunarstaður. Sandströnd. Aðgengi gott. Salerni á staðnum. Hreinsun hefst formlega kl. 13.
Hreinsun innan þjóðgarðs. Vélknúin ökutæki ekki leyfð. Grýtt strönd og aðgengi ekki gott. Krefjandi hreinsun.
Lokahóf og veitingar eftir vel unnin störf. Í Breiðabliki er upplýsingamiðstöð strandhreinsunarinnar og opið allan daginn. Veitingar frá kl. 16 og skipulögð dagskrá hefst kl. 17.
Gestastofa þjóðgarðsins opnar kl. 11. Leiktæki fyrir börnin og fjölskyldustund. Strandhreinsun fyrir alla fjölskylduna. Opin allan daginn. Sýning Varðliða umhverfisins í Lýsuhólsskóla verður opin í Salthúsinu.
Tökum til hendinni og hreinsum strendur Íslands
Vinnuhanska, vettlinga eða garðhanska
Reynum að nota ekki nýtt plast í strandhreinsuninni. Notum Fjölnotapoka og fötur ef við getum. T.d. sterka taupoka og gróður/steypufötur.
Komum plasti til endurvinnslu svo það verði ekki grafið í jörðu
Vandaðar og skýrar leiðbeiningar auka líkur á vel heppnuðum viðburði:
Flokkið meðan á hreinsun stendur Það er sniðugt að flokka ruslið jafnóðum og það er tínt upp og merkja pokana mismunandi flokkum eða hafa þá í mismunandi litum eftir flokkum.
Flokkið rusl í hópum Að flokka rusl í hópum er góð leið til að kenna, t.d. börnum, flokkun og hvetur til umræðna og jafnvel nýrra lausna í úrgangsmálum.
Takið ykkur pásu Svangur sjálfboðaliði er þreyttur sjálfboðaliði. Munið að gefa öllum pásu til að fá sér í svanginn til að auka afköstin!
Allra veðra er von! Veðrið vinnur ekki alltaf með okkur, en það þarf ekki að koma í veg fyrir viðburðinn! Munið að undirbúa ykkur með tilliti til veðurs. Takið með ykkur viðeigandi klæðnað, skó og hlífðarfatnað.
Munið að skemmta ykkur! Sniðugt er að skipuleggja einhvers konar uppbrot meðan á hreinsun stendur, t.d. í kaffipásu. Þetta geta verið leikir sem fela í sér hreyfingu til að halda á sér hita sé kalt í veðri. Leikir og skemmtun hvers konar hafa jákvæð áhrif á afköstin.