Vistvæn ferðamennska

áherslur 2016-2017

Landvernd vinnur að verndun náttúru og umhverfis á Íslandi á landi, legi og í lofti, svo þeim verði sem minnst spillt, okkur og komandi kynslóðum til handa.

 

Styðjum hálendisþjóðgarð!       Skrifaðu undir viljayfirlýsingu

Helstu störf Landverndar á sviði vistvænnar ferðamennsku:

  • Landvernd stuðlar með víðtæku samráði og samstarfi að vitundarvakningu um nauðsyn náttúruverndar í ferðamennsku og eflingu stofnana sem sinna þeim málaflokki
  • Tekur þátt í að efla vitund og þekkingu um vistvæna ferðamennsku, hönnun og byggingu innviða í sátt við umhverfið

  • Landvernd telur að sameining og efling stofnana sem sinna umsjá lands í ríkiseigu, uppbyggingu innviða og fræðslu til ferðamanna/gesta sé mikilvæg. 
  • Landvernd talar fyrir þolmarkarannsóknum og aðgangsstýringu þar sem þess er þörf án þess að almannaréttur verði skertur.

Lesa meira

Verkefni Landverndar tengd vistvænni ferðamennsku

Stofnun þjóðgarðs á hálendinu
Hálendið er samstarfsverkefni fjölmargra samtaka sem vilja standa vörð um náttúru miðhálendisins. 28 samtök í náttúruvernd og útivist auk samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu (SAF) hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Græni lykillinn
Green Key/Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 löndum hafa uppfyllt skilyrði Græna lykilsins. Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta. Græni lykillinn tekur til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu.
Bláfáninn
Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hreinar strendur og smábátahafnir. Fyrirtæki í sjávarferðamennsku geta einnig fengið Bláfána.
Jarðhitaverkefnið
Mikilvægt er að ferðamenn séu fræddir um viðkvæma náttúru háhitasvæða og séu meðvitaðir um þá hættu sem felst í því að ferðast um slík svæði. Landvernd stóð fyrir gerð fræðslubæklinga og skilta á viðkvæmum jarðhitasvæðum.