200 skólar á Íslandi eru á grænni grein. Nemendur og starfsfólk vinnur að því að bæta umhverfismál í skólanum og hlýtur alþjóðlega viðurkenningu grænfánann fyrir vel unnin störf. Skólar á grænni grein er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.
Nemendur rannsaka á hvaða hátt best er að græða upp örfoka land í heimabyggð. Verkefnið er unnið í samstarfi Landverndar, Landgræðslu ríkisins og grunn- og framhaldsskólum. Markmið verkefnisins er að auka vitund um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum.
Á tímum loftlagskvíða og falsfrétta valdeflum við ungt fólk og færum þeim tækifæri og tól til að hafa áhrif.
Nemendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni.
Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? Kynntu þér málið.
Í fræðslusetri Landverndar í Alviðru er góð aðstaða í bæjarhúsinu og stórt athafnasvæði í hlöðunni. Skoða má fjölbreytta náttúru og skemmtilegar gönguleiðir um Öndverðarsnes eru í næsta nágrenni.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105 Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00
Kt. 6409710459
Frjáls og óháð félagasamtök
Við vinnum að náttúruvernd og umhverfismálum og bætum þannig lífsgæðin í landinu. Vertu með!