Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Alviðrudagurinn 14. júlí: Náttúruupplifun fyrir alla fjölskylduna

Landvernd efnir til fjölskyldudagskrár í Alviðru í Ölfusi laugardaginn 14. júlí frá 12-15. Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.

Dagskráin er eftirfarandi:
 
12:00 Skordýr og gróður með stækkunargleri. Skordýrum og plöntum verður safnað í nágrenni Alviðru og skoðuð í víðsjá (stækkunargleri). Umsjón hefur Hrefna Sigurjónsdóttir. Samveran varir í u.þ.b. 2 klst.

12:00 Að upplifa og njóta náttúrunnar. Helena Óladóttir veitir fólki innsýn í útinám og náttúruleiki í gönguferðmeð útikennsluívafi. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

14:00 Fuglaskoðun með Hjálmari A. Jónssyni frá Fuglavernd. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

Þátttaka verður ókeypis. Gott er að taka með sér sjónauka, plöntu- og fuglagreiningarbækur, klæða sig eftir veðri og góða skapið!

Kaffi, kakó og vöfflur verða til sölu á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og njóta náttúrunnar með okkur í Alviðru í Ölfusi!


Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Alviðrudagurinn 14. júlí: Náttúruupplifun fyrir alla fjölskylduna

Landvernd efnir til fjölskyldudagskrár í Alviðru í Ölfusi laugardaginn 14. júlí frá 12-15. Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.

Dagskráin er eftirfarandi:
 
12:00 Skordýr og gróður með stækkunargleri. Skordýrum og plöntum verður safnað í nágrenni Alviðru og skoðuð í víðsjá (stækkunargleri). Umsjón hefur Hrefna Sigurjónsdóttir. Samveran varir í u.þ.b. 2 klst.

12:00 Að upplifa og njóta náttúrunnar. Helena Óladóttir veitir fólki innsýn í útinám og náttúruleiki í gönguferðmeð útikennsluívafi. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

14:00 Fuglaskoðun með Hjálmari A. Jónssyni frá Fuglavernd. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

Þátttaka verður ókeypis. Gott er að taka með sér sjónauka, plöntu- og fuglagreiningarbækur, klæða sig eftir veðri og góða skapið!

Kaffi, kakó og vöfflur verða til sölu á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og njóta náttúrunnar með okkur í Alviðru í Ölfusi!


Vista sem PDF