Ályktun aðalfundar 2012 um rammaáætlun

Umhverfisvernd fyrir dómi, kerfisáætlun ekki bindandi, landvernd.is
Ályktun aðalfundar Landverndar 2012 um rammaáætlun.

Aðalfundur Landverndar haldinn í Reykjavík 12. maí 2012 samþykkti eftirfarandi ályktun um afgreiðslu þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun):

Aðalfundur Landverndar skorar á Alþingi Íslendinga að afgreiða þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á yfirstandandi þingi, að teknu tilliti til mikils fjölda athugasemda einstaklinga og náttúruverndarfélaga. Aðalfundurinn er fylgjandi þeirri aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum í orkunýtingar-, bið- og verndarflokka og telur það auðvelda yfirsýn, upplýsta ákvarðanatöku og langtíma stefnumörkun við vernd og orkunýtingu landsvæða. Við áframhaldandi vinnu við rammaáætlun hvetur fundurinn til heildstæðrar verndunar vatnasviða. Dæmi um slíka verndun er Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljót, Jökulsárnar í Skagafirði, Skaftá, Hólmsá og Hvítá í Árnessýslu. Aðalfundurinn ítrekar það sjónarmið sem kom fram í umsögn samtakanna að virkjunarhugmyndir skuli færðar úr orkunýtingarflokki, m.a. á verðmætum náttúrusvæðum s.s. Reykjanesskaga og alls Suðvesturlands.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd