Dýradagurinn 2019

Á Dýradeginum fögnum við lífbreytileikanum. landvernd.is
Dýradagurinn er valdeflandi viðburður sem gefur nemendum tækifæri til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslagsbreytingum og lífbreytileika. Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi þann 22. maí 2019.

Dýradagurinn er valdeflandi viðburður sem gefur nemendum tækifæri til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslagsbreytingum og lífbreytileika. Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Gengið verður í skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá verður. Þema göngunnar er málefni hafsins og viðburðurinn er settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum. Skapandi vinna í skóla, í Norræna húsinu og Gerðubergi í tengslum við Barnamenningarhátíð: Búningar og/eða grímur verða unnar úr endurnýttum efnivið og munu endurspegla þema göngunnar, sem eru málefni hafsins.

Fögnum lífbreytileikanum

Verkefnið sameinar umhverfismál og myndlist á einstakan hátt. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður fyrir ungmenni sem gefur þeim rödd til að tjá sig um m.a. alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þessi rödd fær meira vægi fyrir ungmennin sjálf og áhorfendur fyrir tilstilli myndlistarinnar og sköpunargáfunnar sem felst í grímu- og búningagerðinni.

Landvernd 50 ára

Landvernd kemur að skipulagi þessara viðburða og í ár verður hann m.a. tileinkaður 50 ára afmæli samtakanna. Gengið verður í litríkri skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem við tekur stutt dagskrá. Stefnt er að því að gera þetta að árvissum viðburði. Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum Jane Goodall í Taiwan og Argentínu sem kallast „Animal Parade„. Jane Goodall sjálf sýnir þessum viðburðum alltaf mikla athygli og stefnir á að vera viðstödd á Dýradeginum á Íslandi vorið 2020. Hér má sjá myndbrot úr Dýragöngum í Argentínu og í Taiwan.

Málefni hafsins í brennidepli

Þema göngunnar er málefni hafsins og viðburðurinn er settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum sem m.a. felst í búninga- og grímugerð úr efnivið sem annars myndi vera fleygt.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landvernd, Fuglavernd, Myndlistaskóli Reykjavíkur, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Norræna húsið og Reykjavíkurborg (þar á meðal Grasagarðurinn, Fjölskyldu og húsdýragarðurinn og Gerðuberg ásamt Barnamenningarhátíð).

Opnir viðburðir í aðdraganda Dýradagsins

Þessir viðburðir eru opnir öllum almenningi og er ætlað að vekja athygli á Dýradeginum, Jane Goodall, málefnum hafsins og stuðla að skapandi vinnu með börnum.
• 14. apríl 2019. Skapandi búninga- og grímusmiðja sem undirbúningur fyrir Dýradaginn í Gerðubergi á Barnamenningarhátíð.
• 11.-12. maí 2019. Skapandi búninga- og grímusmiðja sem undirbúningur fyrir Dýradaginn á Umhverfishátíð Norræna hússins.
• 18. maí 2019 kl. 11 í Grasagarði Reykjavíkur. Grasagarðurinn, Fuglavernd og Reykjavík iðandi af lífi bjóða fjölskyldum í fuglaskoðun í tilefni Dýradagsins. Þátttakendur eru hvattir til að taka kíkja með.

Dagskrá Dýradagsins

22. maí 2019
14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla
14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (Reykjavegi verður lokað tímabundið)
15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Sérstaða verkefnisins

Sérstaða verkefnisins er að það sameinar umhverfismál og myndlist á einstakan hátt. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður fyrir ungmenni sem gefur þeim rödd til að tjá sig um m.a. alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þessi rödd fær meira vægi fyrir ungmennin sjálf og áhorfendur fyrir tilstilli myndlistarinnar og sköpunargáfunnar sem felst í grímu- og búningagerðinni. Unnið verður með efni sem annars hefði verið hent.

Hér er hægt að lesa viðtal við Ísak ólafsson sem talar um Dýradaginn og Jane Goodall

Hér má nálgast fræðsluglærur fyrir kennara

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd