Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Rannveig Magnúsdóttir    20.1.2017
Rannveig Magnúsdóttir

Landvernd vekur athygli á þessu frábæra átaki hjá Jane Goodall Institute. Við hvetjum alla til að koma gömlum farsímum (og öðrum raftækjum) í endurvinnslu, þriðjudaginn 24. Janúar, því í þeim leynast verðmætir málmar sem koma frá vatnasvæðum Kongó þar sem simpansar eru í hættu. Þið getið komið símunum í raftækjagáma Sorpu, til fyrirtækisins Grænir Símar (Hátún 6A) eða á skrifstofu Landverndar (Þórunnartún 6).

Bakgrunnur – af hverju að safna símum?

Farsímar og mörg önnur raftæki innihalda verðmæta málma eins og gull, tin, volfram og tantal. Sumir þessara málma finnast eingöngu á vatnasvæðum Kongó sem er mikilvægt búsvæði fyrir simpansa.

Verkefni Jane Goodall Institute í Afríku felst einkum í verndun simpansa og búsvæða þeirra. Námugröftur á þessum málmum veldur eyðileggingu á regnskóginum sem simpansarnir búa í. Þegar þessi fyrirtæki hafa byggt upp vegi og námur í regnskóginum þá verður stærri hluti skógarins aðgengilegur fyrir ólöglegu skógarhöggi og veiðiþjófnaði.

Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur þessi námugröftur valdið átökum á milli samfélaga og viðhaldið ósjálfbærum lífsháttum fólks. Átök tengd námugreftri hafa valdið dauða yfir fimm milljón manns. Mikið af fólki hefur flúið inn í skóginn í leit að öryggi og mat, sem veldur auknum veiðum á lífríki skóganna, m.a. á simpönsum.

Sem neytendur, þá getum við haft jákvæð áhrif á umhverfið með því að endurvinna símana okkar og önnur raftæki og minnka þannig þörfina á þessum málmum. Með endurvinnslu og með því að nota símana lengur, þá minnkum við þörfina á námagreftri á málmum af landsvæðum sem margar tegundir, þar á meðal simpansar og aðrir prímatar eins og menn, kalla heimili sitt.

Meiri upplýsingar um átakið: http://www.mobilerecyclingday.org/

Tögg
mobilemynd.jpg 

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Rannveig Magnúsdóttir    20.1.2017
Rannveig Magnúsdóttir

Landvernd vekur athygli á þessu frábæra átaki hjá Jane Goodall Institute. Við hvetjum alla til að koma gömlum farsímum (og öðrum raftækjum) í endurvinnslu, þriðjudaginn 24. Janúar, því í þeim leynast verðmætir málmar sem koma frá vatnasvæðum Kongó þar sem simpansar eru í hættu. Þið getið komið símunum í raftækjagáma Sorpu, til fyrirtækisins Grænir Símar (Hátún 6A) eða á skrifstofu Landverndar (Þórunnartún 6).

Bakgrunnur – af hverju að safna símum?

Farsímar og mörg önnur raftæki innihalda verðmæta málma eins og gull, tin, volfram og tantal. Sumir þessara málma finnast eingöngu á vatnasvæðum Kongó sem er mikilvægt búsvæði fyrir simpansa.

Verkefni Jane Goodall Institute í Afríku felst einkum í verndun simpansa og búsvæða þeirra. Námugröftur á þessum málmum veldur eyðileggingu á regnskóginum sem simpansarnir búa í. Þegar þessi fyrirtæki hafa byggt upp vegi og námur í regnskóginum þá verður stærri hluti skógarins aðgengilegur fyrir ólöglegu skógarhöggi og veiðiþjófnaði.

Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur þessi námugröftur valdið átökum á milli samfélaga og viðhaldið ósjálfbærum lífsháttum fólks. Átök tengd námugreftri hafa valdið dauða yfir fimm milljón manns. Mikið af fólki hefur flúið inn í skóginn í leit að öryggi og mat, sem veldur auknum veiðum á lífríki skóganna, m.a. á simpönsum.

Sem neytendur, þá getum við haft jákvæð áhrif á umhverfið með því að endurvinna símana okkar og önnur raftæki og minnka þannig þörfina á þessum málmum. Með endurvinnslu og með því að nota símana lengur, þá minnkum við þörfina á námagreftri á málmum af landsvæðum sem margar tegundir, þar á meðal simpansar og aðrir prímatar eins og menn, kalla heimili sitt.

Meiri upplýsingar um átakið: http://www.mobilerecyclingday.org/

Tögg
mobilemynd.jpg 

Vista sem PDF