Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Frá vitund til verka: Er menntun lykillinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?

Fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins, Frá vitund til verka heldur áfram miðvikudaginn 21. nóvember kl. 16-18 í Norræna húsinu. Þemað að þessu sinni er umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar. Shelley McIvor frá Global Action Plan í London og Helena Óladóttir hjá Náttúruskóla Reykjavíkur eru fyrirlesarar að þessu sinni. Upplýsingar um fyrirlestra þeirra er að finna hér að neðan og í viðhengi.

Shelley Mclvor er stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London og mun hún ræða um lykilinn að því að fá fólk til að breyta hegðun sinni og verða meðvitaðra um umhverfi sitt. Shelley hefur unnið með viðskiptaaðferðir sem stuðla að sjálfbærni og breyttri starfsmannahegðun sl. 10 ár innan fjölda fyrirtækja með góðum árangri. Hennar helsta takmark er að hvetja einstaklinga til að taka þátt í að skapa sjálfbærari stofnanir og samfélög og hafa gaman af öllu ferlinu í leiðinni. Aðferðir sínar hefur hún meðal annars innleitt hjá O2 Telefonica, Royal Bank of Scotland, Varnarmálaráðuneyti Bretlands og Evrópska Seðlabankanum.

Helena Óladóttir frá Náttúruskóla Reykjavíkur mun ræða um menntun til sjálfbærrar framtíðar, nýjar áskoranir í námskrá á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem lýtur að menntun til sjálfbærrar þróunar og h vernig hún hefur birst í íslenskum leik- og grunnskólum. Helena er menntaður kennari og umhverfisfræðingur. Sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur starfar hún við að fræða kennara á ýmsum stigum um útinám, umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hún tók þátt í gerð nýrrar aðalnámskrár og vinnur nú að þemahefti um sjáfbærni í ritröð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunar um grunnþætti menntunnar. Helena situr í stjórn Landverndar. Allt_Shelley Helena og dagskra
Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Frá vitund til verka: Er menntun lykillinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?

Fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins, Frá vitund til verka heldur áfram miðvikudaginn 21. nóvember kl. 16-18 í Norræna húsinu. Þemað að þessu sinni er umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar. Shelley McIvor frá Global Action Plan í London og Helena Óladóttir hjá Náttúruskóla Reykjavíkur eru fyrirlesarar að þessu sinni. Upplýsingar um fyrirlestra þeirra er að finna hér að neðan og í viðhengi.

Shelley Mclvor er stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London og mun hún ræða um lykilinn að því að fá fólk til að breyta hegðun sinni og verða meðvitaðra um umhverfi sitt. Shelley hefur unnið með viðskiptaaðferðir sem stuðla að sjálfbærni og breyttri starfsmannahegðun sl. 10 ár innan fjölda fyrirtækja með góðum árangri. Hennar helsta takmark er að hvetja einstaklinga til að taka þátt í að skapa sjálfbærari stofnanir og samfélög og hafa gaman af öllu ferlinu í leiðinni. Aðferðir sínar hefur hún meðal annars innleitt hjá O2 Telefonica, Royal Bank of Scotland, Varnarmálaráðuneyti Bretlands og Evrópska Seðlabankanum.

Helena Óladóttir frá Náttúruskóla Reykjavíkur mun ræða um menntun til sjálfbærrar framtíðar, nýjar áskoranir í námskrá á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem lýtur að menntun til sjálfbærrar þróunar og h vernig hún hefur birst í íslenskum leik- og grunnskólum. Helena er menntaður kennari og umhverfisfræðingur. Sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur starfar hún við að fræða kennara á ýmsum stigum um útinám, umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hún tók þátt í gerð nýrrar aðalnámskrár og vinnur nú að þemahefti um sjáfbærni í ritröð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunar um grunnþætti menntunnar. Helena situr í stjórn Landverndar. Allt_Shelley Helena og dagskra
Tögg

Vista sem PDF