Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Fundur um verndun og orkunýtingu landssvæða

   29.2.2012

Kynningarfundur um umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um drög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða verður haldinn í Þjóðminjasafninu miðvikudag 8. febrúar kl. 12-13:30. Landvernd stóð að þessari umsögn. Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður í lokin.

Á næstu dögum má vænta endanlegrar þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og orkunýtingu landssvæða. Í nóvember síðastliðnum skiluðu þrettán náttúruverndarsamtök á Íslandi sameiginlegri umsögn um drög að þessari tillögu. Samtökin þrettán lögðu til að mun hægar verði farið í frekari orkuuppbyggingu í jarðvarma og vatnsafli og fleiri svæðum hlíft en tillögudrögin gera ráð fyrir. Samtökin setja fram skýra sýn sem byggir á náttúruvernd og leggja m.a. til stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og eldfjallaþjóðgarðs á Reykjanesskaga, auk verndunar Jökulsánna í Skagafirði og svæða í Skaftárhreppi svo eitthvað sé nefnt. Samtökin þrettán styðja þá aðferðafræði að skipta svæðum í verndar-, bið- og nýtingarflokka og fagna því sérstaklega að dýrmæt náttúruverndarsvæði fari í verndarflokk, t.d. Þjórsárver, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll, Bitra og Grændalur, Geysir og Gjástykki. 

Yfirgnæfandi meirihluti erlendra gesta sem sækir okkur heim lítur á náttúru Íslands sem helsta aðdráttarafl landsins. Náttúra Íslands einkennist af einstöku samspili elds og ísa, stórbrotnu landslagi og stórum lítt snortnum víðernum, sem þó hefur verið gengið freklega á síðustu áratugina. Virkjanahugmyndir lenda gjarnan inn á svæðum með afar hátt verndargildi. Því fara verndun og orkunýting víða illa saman. Nú þegar er búið að raska um helmingi af virkjanlegum háhitasvæðum á landinu og fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þá ríkir mikil óvissa um endingu og sjálfbærni jarðvarmaauðlindarinnar og heilsufarsleg áhrif jarðvarmavirkjana. Auk þessa fæst ekki séð að mikil þörf sé fyrir stóraukna raforkuframleiðslu á næstu árum. Samtökin þrettán undirstrika mikilvægi þess að iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra og Alþingi taki mið af þessum þáttum við gerð og þinglega meðferð tillögunnar.

jardhiti     jardhiti    

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ný heimildamynd um Jane Goodall, verndara vistheimtarverkefnis Landverndar
7.2.2018

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?
13.2.2017

Endurvinnum farsíma 24. janúar 2017
20.1.2017

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?
29.12.2016

Stígum varlega til jarðar - álag ferðamennsku á náttúru Íslands
29.5.2015

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta
19.5.2015

Mótmælafundur á Austurvelli
12.5.2015

Bókin „Að lesa og lækna landið“
20.4.2015

Þjóðareign - málþing um auðlindir Íslands
4.4.2015

Landvernd hefur nýtt verkefni: Græna lykilinn
28.1.2015

Málþing um matarsóun
14.11.2014

Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september
29.8.2014

Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt
21.8.2014

Upplýsingaskilti um náttúru og öryggismál í Reykjadal
25.6.2014

Málþing um loftslagsbreytingar á Höfn í Hornafirði
2.6.2014

Borgarafundur um brennisteinsvetnismengunina frá jarðhitavirkjunum OR
24.5.2014

Málþing um Árósasamninginn
21.5.2014

Vistheimtarverkefni Landverndar
19.5.2014

Náttúruverndarþing 2014
3.5.2014

Græn ganga 1. maí til varnar almannarétti og ferðafrelsi
29.4.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi
25.4.2014

Málþing um Jökulsárgljúfur 40 ára
1.4.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k.
8.3.2014

Ferðir með Landvernd og Ferðafélagi Íslands í sumar
18.2.2014

Myndasýning og kaffispjall í dag kl.18 á Austurvelli
29.1.2014

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?
11.11.2013

Ný leiðarljós - málþing til heiðurs Herði Bergmann
2.11.2013

Dagsferð um Hengilssvæðið
24.10.2013

Mótmælaganga í Gálgahrauni
13.9.2013

Yfir tuttugu manns sóttu Alviðrudaginn
26.8.2013

Alviðrudagurinn laugardaginn 17. ágúst kl. 13
15.8.2013

Rofsárum lokað á Gnúpverjaafrétti
17.7.2013

Dagskrá Alviðru sumarið 2013
21.6.2013

Náttúruverndarfólk til fundar við forsætisráðherra
28.5.2013

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben
23.5.2013

Fræðslu- og gönguferðir í Krýsuvík
8.5.2013

Málþing um ferðamennsku á jarðhitasvæðum
6.5.2013

Bill McKibben heldur fyrirlestur á sunnudag
3.5.2013

Græn ganga 1. maí
29.4.2013

Fyrirlestur: Allt online? Félagsmiðlar og umhverfisvernd
9.1.2013

Fyrirlestur: Náttúran á umbrotatímum
9.1.2013

Fyrirlestur: Veraldarvefurinn og félagsmiðlar
12.12.2012

Baráttufundur til verndar Gálgahrauni 29. nóv. kl. 20
27.11.2012

Frá vitund til verka: Er menntun lykillinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
15.11.2012

Menntun til sjálfbærni: Fyrirlestur 6. nóv. kl. 14:30
30.10.2012

Framkvæmdastjóri talaði á málþingi Félags leiðsögumanna
27.10.2012

Frá vitund til verka: Næring náttúrunnar - rómantík eða raunveruleiki?
11.10.2012

Gönguferð: Köldulaugagil og Hagavíkurlaugar 29. september
20.9.2012

Hjólaævintýri fjölskyldunnar á degi íslenskrar náttúru 16. september
11.9.2012

Síðsumarganga um Öndverðanes sunnudag 26. ágúst kl. 17
23.8.2012

Plöntugreining í Alviðru 12. ágúst
3.8.2012

Alviðrudagurinn 14. júlí: Náttúruupplifun fyrir alla fjölskylduna
9.7.2012

Björgum Reykjanesfólkvangi: Opinn fundur og pallborð með stjórnmálamönnum 30. maí kl. 20
25.5.2012

Vel heppnað málþing um ferðamennsku á háhitasvæðum
21.5.2012

Sjálfbær ferðamennska á háhitasvæðum - málþing Landverndar 21. maí
9.5.2012

Aðalfundur Landverndar í Nauthóli 12. maí n.k. kl. 10-13
6.5.2012

Einstök náttúra Eldsveitanna - Málþing um áhrif virkjana í Skaftárhreppi
1.5.2012

Náttúruverndarþing 28. apríl í Háskólanum í Reykjavík
24.4.2012

Efling græna hagkerfisins: Opinn fundur 11. apríl kl. 12 í Þjóðminjasafninu
4.4.2012

Náttúruverndarþing verður haldið 28. apríl
21.3.2012

Verndun Þjórsárvera í sögulegu ljósi: fundur í Árnesi 17. mars
9.3.2012

Gönguhópur Landverndar stofnaður
1.3.2012

Hvað ógnar lífríki og náttúru Þingvalla?
19.1.2012

Grænavatnsganga
29.12.2011

Vonarskarð - víðerni í Vatnajökulsþjóðgarði
13.7.2011

Fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla
30.6.2011

Gengið um Grændal 16. júní
14.6.2011

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
7.9.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju
7.7.2010

Reykjanes Rokkar í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld föstudag.
15.9.2006

Fundur um verndun og orkunýtingu landssvæða

   29.2.2012

Kynningarfundur um umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um drög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða verður haldinn í Þjóðminjasafninu miðvikudag 8. febrúar kl. 12-13:30. Landvernd stóð að þessari umsögn. Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður í lokin.

Á næstu dögum má vænta endanlegrar þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og orkunýtingu landssvæða. Í nóvember síðastliðnum skiluðu þrettán náttúruverndarsamtök á Íslandi sameiginlegri umsögn um drög að þessari tillögu. Samtökin þrettán lögðu til að mun hægar verði farið í frekari orkuuppbyggingu í jarðvarma og vatnsafli og fleiri svæðum hlíft en tillögudrögin gera ráð fyrir. Samtökin setja fram skýra sýn sem byggir á náttúruvernd og leggja m.a. til stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og eldfjallaþjóðgarðs á Reykjanesskaga, auk verndunar Jökulsánna í Skagafirði og svæða í Skaftárhreppi svo eitthvað sé nefnt. Samtökin þrettán styðja þá aðferðafræði að skipta svæðum í verndar-, bið- og nýtingarflokka og fagna því sérstaklega að dýrmæt náttúruverndarsvæði fari í verndarflokk, t.d. Þjórsárver, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll, Bitra og Grændalur, Geysir og Gjástykki. 

Yfirgnæfandi meirihluti erlendra gesta sem sækir okkur heim lítur á náttúru Íslands sem helsta aðdráttarafl landsins. Náttúra Íslands einkennist af einstöku samspili elds og ísa, stórbrotnu landslagi og stórum lítt snortnum víðernum, sem þó hefur verið gengið freklega á síðustu áratugina. Virkjanahugmyndir lenda gjarnan inn á svæðum með afar hátt verndargildi. Því fara verndun og orkunýting víða illa saman. Nú þegar er búið að raska um helmingi af virkjanlegum háhitasvæðum á landinu og fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þá ríkir mikil óvissa um endingu og sjálfbærni jarðvarmaauðlindarinnar og heilsufarsleg áhrif jarðvarmavirkjana. Auk þessa fæst ekki séð að mikil þörf sé fyrir stóraukna raforkuframleiðslu á næstu árum. Samtökin þrettán undirstrika mikilvægi þess að iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra og Alþingi taki mið af þessum þáttum við gerð og þinglega meðferð tillögunnar.

jardhiti     jardhiti    

Vista sem PDF