Háskólinn á Akureyri hlýtur Grænfánann

HA hlýtur Grænfánann, fyrst íslenskra háskóla.

Háskólinn á Akureyri varð í dag, á Degi íslenskrar náttúru, fyrsti háskólinn hérlendis til að öðlast alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd. Öflug umhverfisnefnd hefur starfað innan skólans og sett fram metnaðarfulla samgöngustefnu, auk þess að úrgangur er nú flokkaður allsstaðar í skólanum. Aðeins örfáir háskólar í heiminum flagga grænfánanum og óskar Landvernd HA innilega til hamingju með verðskuldaðan árangur.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem Landvernd rekur á Íslandi. Nú taka vel yfir 200 skólar á fleiri en 230 starfsstöðvum og á öllum skólastigum þátt í verkefninu.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd