Ný heimildamynd um Jane Goodall, verndara vistheimtarverkefnis Landverndar

Helgina 10. - 11. febrúar n.k. gefst einstakt tækifæri að sjá nýja heimildamynd um ævi og störf Jane Goodall. Hópurinn sem flutti Jane inn til landsins stendur að þessum sýningum ásamt Bíó Paradís. Myndin fjallar um líf og störf Jane Goodall og rannsóknir hennar á simpönsum og þar kemur fram áður óséð efni og viðtöl sem eiga eftir að snerta við Jane Goodall aðdáendum svo um munar!

Dr. Jane Goodall, ein merkasta og ástsælasta vísindakona heims kom til Íslands til lands í júní 2016 og Landvernd tók þátt í að undirbúa komu hennar. Hún hélt m.a. opið erindi í Háskólabíó og aðsóknin var svo góð að mörg hundruð manns þurftu frá að hverfa. Þar sem hún lagði mikla áherslu á að tala við börn og ungmenni var skipulagður sérstakur Roots & Shoots (R&S) viðburður. R&S hugmyndafræðin snýst um að ungmenni geri verkefni sem láta gott af sér leiða í sambandi við umhverfið, dýr og/eða samfélagið.

Grunnskólanemendur á Suðurlandi sem taka þátt í Vistheimtarverkefni Landverndar kynntu verkefnið m.a. fyrir Jane og báðu hana um verða verndari verkefnisins, sem hún þáði með þökkum. Vistheimtarverkefnið er því fyrsta R&S verkefni Íslands. Þessi tenging við Jane Goodall hefur skapað ný tækifæri til að koma boðskap verkefnisins út í samfélagið. Mikið er lagt upp úr því að R&S verkefni snúist um að nemendur læri af verkefninu en að það jafnframt veiti umhverfinu, dýrum eða samfélaginu einhverskonar þjónustu eða aðstoð (e. service learning).

Helgina 10. – 11. febrúar n.k. gefst einstakt tækifæri að sjá nýja heimildamynd um ævi og störf Jane Goodall. Hópurinn sem flutti Jane inn til landsins stendur að þessum sýningum ásamt Bíó Paradís. Myndin fjallar um líf og störf Jane Goodall og rannsóknir hennar á simpönsum og þar kemur fram áður óséð efni og viðtöl sem eiga eftir að snerta við Jane Goodall aðdáendum svo um munar!

Tryggið ykkur miða því ðeins verða þrjár sýningar helgina 10- 11. febrúar:

Laugardagur 10. febrúar kl 16:00 / Sunnudagur 11. febrúar kl 16:00 / Sunnudagur 11. febrúar kl 18:00

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1607344256025315/

Miðasala hér: https://tix.is/is/bioparadis/event/5463/jane/

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd