Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Sjálfboðaliðar vinna gott starf í Alviðru

Landvernd    4.8.2010
Landvernd

Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum eru þessa dagana að vinna í Alviðru umhverfisfræðslusetri Landverndar við Sogið í Ölfusi. Eitt af verkefnunum sem sjálfboðaliðarnir vinna að er undirbúningur landnámshænsnabús en til þess að kynna sér aðbúnað og umhirðu landnámshænsna var í dag farið í kynnisferð til Valgerður Auðunsdóttir að Húsatóftum á Skeiðum. Að Húsatóftum rekur Valgerður bú þar sem hún ræktar landnámshænsn, kornhænur, akurhænur og Peking-endur með miklum myndarbrag. Landvernd hefur um langt skeið haft kanínur sem hluta af umhverfisfræðslu Alviðru en það hefur verið ákveðið að landnámshænur henti betur til þess. Þær eru gott dæmi um aðflutta dýrategund sem hefur aðlagast vel íslensku umhverfi. Auk þess eru landnámshænsn afar vistvænar. Þær nýta vel lífræna afganga og hægt er að nýta úrgang frá þeim sem áburð. Eigendum landnámshænsna hefur fjölgað gífurlega síðan Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna var stofnað árið 2003 en einn af stofnendum félagsins er Valgerður Auðunsdóttir en Jóhanna G. Harðardóttir var aðalhvatamaður að stofnun félagsins.

Landnámshænur bjarga sér vel úti í náttúrunni og eru þess vegna tilvaldar til lausagöngu. Eggin úr hænum sem fá að ganga frjálsar úti og tína upp í sig gróður, skordýr, matarleyfar og fleira góðgæti eru sannarlega miklu betri og heilnæmari en úr hænum sem eingöngu nærast á tilbúnu fóðri. Egg frjálsra landnámshæna hafa fengið orð fyrir að vera einstaklega bragðmikil og góð. Hægt er að sjá skrá yfir þá sem selja eggin á haena.is.

Hænsnaskítur er einn virkasti áburður sem fyrir finnst og má því með sanni segja að landnámshænsnabúskapur sé vistvænn í alla staði auk þess að styðja viðhald íslenska landnámsstofnsins.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Þriggja ára styrktarsamningur vegna Skóla á grænni grein í höfn
18.2.2019

Ný heimildamynd um Jane Goodall, verndara vistheimtarverkefnis Landverndar
7.2.2018

„Fræða en ekki hræða“
31.10.2017

Endurvinnum farsíma 24. janúar 2017
20.1.2017

Landvernd gegn matarsóun
29.12.2016

Fyrirlestur Juliet Schor kominn á netið
2.11.2015

Fyrirlestur um deilihagkerfið
15.10.2015

Stígum varlega til jarðar - álag ferðamennsku á náttúru Íslands
29.5.2015

Bókin „Að lesa og lækna landið“
20.4.2015

Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins
13.2.2015

Landvernd hefur nýtt verkefni: Græna lykilinn
28.1.2015

Rafræn verkefnakista Skóla á grænni grein
27.1.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband
27.1.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
23.1.2015

Málþing um matarsóun
14.11.2014

Hvernig metum við hið ómetanlega?
13.11.2014

Fyrirlestur Bob Aitken- myndband
7.10.2014

Fyrirlestur Bob Aitken um þróun göngustíga
29.9.2014

Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september
29.8.2014

Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt
21.8.2014

Upplýsingaskilti um náttúru og öryggismál í Reykjadal
25.6.2014

Vistheimtarverkefni Landverndar
19.5.2014

Ferðir með Landvernd og Ferðafélagi Íslands í sumar
18.2.2014

Þriggja vikna launum hent í ruslið
2.12.2013

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?
15.11.2013

Dagsferð um Hengilssvæðið
24.10.2013

Dagskrá Alviðru sumarið 2013
21.6.2013

Nýtt námsefni um vatn á vef Námsgagnastofnunar
17.9.2012

Alviðrudagurinn 14. júlí: Náttúruupplifun fyrir alla fjölskylduna
9.7.2012

Skólar á grænni yfir 200
1.12.2011

Efling Svansins
4.11.2010

Landnámshænur setjast að í Alviðru
27.10.2010

Dýradagurinn


Rafbókin Hreint haf


Sjálfboðaliðar vinna gott starf í Alviðru

Landvernd    4.8.2010
Landvernd

Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum eru þessa dagana að vinna í Alviðru umhverfisfræðslusetri Landverndar við Sogið í Ölfusi. Eitt af verkefnunum sem sjálfboðaliðarnir vinna að er undirbúningur landnámshænsnabús en til þess að kynna sér aðbúnað og umhirðu landnámshænsna var í dag farið í kynnisferð til Valgerður Auðunsdóttir að Húsatóftum á Skeiðum. Að Húsatóftum rekur Valgerður bú þar sem hún ræktar landnámshænsn, kornhænur, akurhænur og Peking-endur með miklum myndarbrag. Landvernd hefur um langt skeið haft kanínur sem hluta af umhverfisfræðslu Alviðru en það hefur verið ákveðið að landnámshænur henti betur til þess. Þær eru gott dæmi um aðflutta dýrategund sem hefur aðlagast vel íslensku umhverfi. Auk þess eru landnámshænsn afar vistvænar. Þær nýta vel lífræna afganga og hægt er að nýta úrgang frá þeim sem áburð. Eigendum landnámshænsna hefur fjölgað gífurlega síðan Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna var stofnað árið 2003 en einn af stofnendum félagsins er Valgerður Auðunsdóttir en Jóhanna G. Harðardóttir var aðalhvatamaður að stofnun félagsins.

Landnámshænur bjarga sér vel úti í náttúrunni og eru þess vegna tilvaldar til lausagöngu. Eggin úr hænum sem fá að ganga frjálsar úti og tína upp í sig gróður, skordýr, matarleyfar og fleira góðgæti eru sannarlega miklu betri og heilnæmari en úr hænum sem eingöngu nærast á tilbúnu fóðri. Egg frjálsra landnámshæna hafa fengið orð fyrir að vera einstaklega bragðmikil og góð. Hægt er að sjá skrá yfir þá sem selja eggin á haena.is.

Hænsnaskítur er einn virkasti áburður sem fyrir finnst og má því með sanni segja að landnámshænsnabúskapur sé vistvænn í alla staði auk þess að styðja viðhald íslenska landnámsstofnsins.

Tögg

Vista sem PDF