Ölkelduháls og Hverahlíð eru einstakt útivistarsvæði, landvernd.is

Umsögn Landverndar vegna virkjana á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð

Hengladalirnir og Ölkelduháls hafa hátt útivistargildi en jarðvarmavirkjun á Ölkelduhálsi myndi óhjákvæmilega rýra útivistargildi þessara svæða.

Hengladalirnir og Ölkelduháls hafa hátt útivistargildi en jarðvarmavirkjun á Ölkelduhálsi myndi óhjákvæmilega rýra útivistargildi þessara svæða.

Formaður og framkvæmdastjóri Landverndar fóru á dögunum ásamt Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstóra Ölfuss, o.fl. í útreiðartúr um fyrirhugað áhrifasvæði í boði Eldhesta.

Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn um tillögur að matsáætlunum vegna jarðvarmavirkjana á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð. Umsögn samtakanna er að finna hér að neðan.

Skipulagsstofnun
Laugavegi 166
150 Reykjavík

Reykjavík 26. september

Umsögn Landverndar um tillögur að matsáætlunum fyrir jarðvarmavirkjanir á Ölkelduhálsi og Hverahlíð.

Landvernd hefur kynnt sér fyrirliggjandi tillögur að matsáætlunum. Þá fór undirritaður ásamt formanni samtakanna í vettvangsferð þar sem riðið var ásamt Eldhestum upp Hellisskarð inn á Ölkelduháls um Fremstadal og niður Reykjadal.

Hengladalirnir og Ölkelduháls hafa hátt útivistargildi en jarðvarmavirkjun á Ölkelduhálsi myndi óhjákvæmilega rýra útivistargildi þessara svæða. Vegna staðsetningar er hinsvegar ólíklegt að virkjun við Hverahlíð myndi rýra útivistargildi með jafn afgerandi hætti. Sjónræn áhrif af virkjun við Hverahlíð myndu hinsvegar ná til fleiri einstaklinga þar sem virkjunin, ásamt tilheyrandi lögnum og leiðslum, myndi blasa við öllum þeim sem fara um Hellisheiðina. Að undanförnu hefur í umræðunni borið á gagnrýni á sjónrænum áhrifum við Hellisheiðarvirkjun. Ætla má að áframhaldandi uppbygging virkjana á þessu svæði falli almennt ekki í góðan jarðveg.

Ljóst er að umhverfisáhrif af þessum framkvæmdum verða ekki síst af völdum orkuflutninga. Landvernd gerir athugasemd við að umhverfisáhrif vegna orkuflutninga skuli ekki metin í sama umhverfismati og virkjanirnar. Til þess að hægt sé að gera fullnægjandi grein fyrir heildar áhrifum þessara framkvæmda þarf að meta þær í einu og sama umhverfismatinu eins og heimilað er í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Í báðum tillögunum er vísað í 1 áfanga rammaáætlunar og sagt:

„Öll svæðin sem eru innan rannsóknarsvæðis Orkuveitunnar falla í umhverfisflokk (a) fyrir virkjunarkosti sem teknir voru til skoðunar í 1. áfanga rammaáætlunar og taldir eru hafa minnst umhverfisáhrif.„

Hér hefði verið rétt að geta þess einnig að í 1. áfanga rammaáætlunar kemur fram að hvað varðar Ölkelduháls eru gæði gagnanna sem stuðst var við í áætluninni að hluta til „minni en æskilegt er við mat vegna rammaáætlunar.„ Í 2. áfanga rammaáætlunar er áformað að meta háhitasvæðin með fullnægjandi hætti og fyrst þegar þeim áfanga er lokið er hægt að taka afstöðu til röðunar virkjunarkosta á grundvelli fullnægjandi gagna. Eins og fram kemur í tillögunum þá eru Ölkelduháls og Hverahlíð meðal þeirra svæða sem fjallað verður um í 2. hluta rammaáætlunar. Landvernd telur mikilvægt að ljúka við 2. áfanga rammaáæltlunar áður en ráðist verður í frekari virkjanir, sbr. bókun sem gerð var á aðalfundi Landverndar þann 29. apríl s.l:

„Aðalfundur Landverndar varar við frekari stóriðjuáformum með tilheyrandi umhverfisspjöllum vegna orkuöflunar, línulagna og mengunar. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að bíða með frekari ákvarðanir um framkvæmdir a.m.k. þar til lokið verður við 2. áfanga rammaáætlunar.„

Þá hafa samtökin sent fra sér framtíðarsýn sem felur í sér að svæðið frá Þingvallavatni og út í Eldey skuli gert að eldfjallagarði og fólkvangi. Um virkjanir innan eldfallagarðsins segir:

„Á Reykjanesskaga eru nokkur háhitasvæði, Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Sandfell, Trölladyngja, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið. Umtalsverð orkuvinnsla er þegar til staðar á svæðunum austast og vestast á skaganum. Helst er skynsamlegt að þróa áfram nýtingu jarðvarmans á þeim svæðum sem þegar hafa verið virkjuð að hluta. Leggja þarf áherslu á rannsóknir og djúpboranir sem gætu margfaldað orkuvinnslugetu þessara svæða.„

Af hálfu orkufyrirtækjanna er rætt um að djúpborunarverkefnið geti skilað 5 til 10 földun á vinnslugetu hverrar borholu. Þetta þýðir að starfandi jarðvarmavikjanir geta hver um sig skilað orku á við Kárahnjúkavirkjun með tilkomu þessarar nýju tækni. Nýlega kom fram í máli Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, að bið eftir árangri í djúpborunarverkefninu geti verið 10-15 ár. Það virðist því stutt í að hægt sé að margfalda vinnslugetu starfandi jarðvarmavirkjana að því er virðist án teljandi umhverfisáhrifa umfram þau sem þegar hafa komið til. Á svæðinu sem um ræðir í framtíðarsýn Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang eru starfandi fjórar jarðvarmavirkjanir þ.e. á Reykjanesi, við Svartsengi, á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Í ljósi þess að stutt virðist í að djúpborunarverkefnið geti skilað árangri og margföldun vinnslugetu starfandi virkjana gæti orðið raunin telja samtökin að tilefni sé til þess að staldra við og horfa í ríkara mæli til þeirra langtímahagsmuna sem fólgnir eru í náttúruverðmætum.

Í báðum tillögum að matsáætlun segir:

„Þegar hefur verið gerður samningur við Norðurál um afhendingu á 80 MW af rafmagni árið 2006 sem verður framleitt í Hellisheiðarvirkjun. Nú liggur fyrir samningur um stækkun Norðuráls og hlut Orkuveitu Reykjavíkur í rafmagnsframleiðslu vegna hennar. Einnig hefur Orkuveitan gert samkomulag við Alcan um sölu á raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Þá hafa Hitaveita Suðurnesja hf. og Orkuveita Reykjavíkur undirritað viljayfirlýsingu um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Til að tryggja viðskiptavinum Orkuveitunnar fullnægjandi öryggi og til að anna vaxandi eftirspurn á næstu árum er ljóst að fyrirtækið þarf að auka framleiðslugetu sína á raforku.„

Hér virðist fyrirtækið hafa gert ótímabærar skuldbindingar og lofað orku án þess að vita hvort hægt sé að afla hennar án óásættanlegra umhverfisáhrifa. Ekki er hægt að fallast á það að heimatilbúin tímapressa hjá einstökum fyrirtækjum verði til þess að ekki sé tóm til þess að horfa til langtímahagsmuna þjóðarinnar í heild sinni.

Í kafla 5.4 sem í báðum skýrslunum ber titilinn „Áhrifaþættir„ er hávaði ekki tilgreindur sem áhrifaþáttur. Nokkur hávaði fylgir jarðvarmavirkjunum og má ætla að hann geti haft áhrif á upplifun þeirra sem um svæðin fara og mun óhjákvæmilega rýra útivistargildi svæðanna.

Í báðum skýrslunum kemur fram að boraðar verði skáboranir frá borteigum sem geta rúmað allt að fimm holur. Þá kemur einnig fram að stefnt sé að því að hafa lagnir niðurgrafnar eða gera þær „á annan hátt torsýnilegar„. Hér er reynt að lágmarka sjónræn áhrif af völdum mannvirkja og þeirri viðleitni ber að fagna.

Virðingarfyllst

Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.