Andrea Anna Guðjónsdóttir

Andrea Anna Guðjónsdóttir er fræðslustjóri Landverndar.
Andrea Anna Guðjónsdóttir er fræðslustjóri Landverndar.

Andrea Anna Guðjónsdóttir er fræðslustjóri Landverndar

Andrea Anna er leik- grunn- og sérkennari að mennt og hefur um 20 ára kennslureynslu á öllum skólastigum ásamt því að vera með MPM í verkefnastjórnun frá HR. Lokaverkefnið úr B.Ed.í leikskólakennarafræðum frá KÍ 2004 snéru að náttúrufræðikennslu í leikskóla. Hún starfaði einnig sem sérfræðingur hjá Menntamálastofnun og kom þar að mörgum fjölbreyttum verkefnum.

Andrea Anna er fædd og uppalin á Akranesi þar sem fjörur og fjöll umlykja bæinn og barnæskunni sleit hún m.a við Langasand þar sem áhugi hennar á náttúruvernd kviknaði.

Áhugamál hennar tengjast flest fjölskyldunni, ferðalögum, náttúru og útivist, þar ber helst að nefna fjöruferðir með barnabörnin, fjallgöngur, sjóböð og eða að slaka á undir berum himni.

andrea (hjá) landvernd.is

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top