Stýrihópur

Stýrihópur Bláfánans er skipaður fulltrúum þeirra samtaka og stofnana sem láta sig málefnið varða. Hlutverk stýrihópsins er að veita faglega leiðsögn í verkefninu og kemur hann saman til funda tvisvar á ári. Jafnframt sinnir hluti stýrihópsins störfum innlendrar dómnefndar. Dómnefndin hefur með höndum að vinna úr umsóknum og sinna eftirliti með þeim aðilum sem flagga Bláfánanum.

Stýrihópinn skipa: 

  • Hallur Árnason, Hafnarsambandið/Faxaflóahafnir
  • Hólmfríður Arnardóttir, Fuglavernd
  • Sigursteinn Másson, Hvalaskoðunarsamtök Íslands
  • Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Slysavarnadeildin Varðan
  • Rannveig Grétarsdóttir, Samtök ferðaþjónustunnar
  • Rannveig Thoroddsen, Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Sigríður Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun
  • Tore Skjenstad, Félag umhverfis- og heilbrigðisfulltrúa
  • Úlfur Hróbjartsson, Siglingasamband Íslands
að auki:
  • Pétur Halldórsson, fulltrúi stjórnar Landverndar

Dómnefnd

Bláfánanum er úthlutað í byrjun sumars ár hvert og þurfa umsóknir að berast Landvernd í janúar. Til að tryggja fagmennsku við úthlutun Bláfánans hafa innlendar og alþjóðlegar dómnefndir sem skipaðar eru sérfræðingum, m.a. á sviði umhverfis‐, öryggis‐ og heilbrigðismála, eftirlit með handhöfum fánans. Innlenda dómnefndin metur umsóknir og hefur eftirlit með handhöfum fánans fyrir hönd Landverndar.

Niðurstöður starfshópsins eru sendar alþjóðlegri dómnefnd sem tekur endanlega ákvörðun um hæfi umsækjenda og frammistöðu í verkefninu. Alþjóðleg verkefnisstjórn hefur eftirlit með störfum nefndarinnar og heimsækir fulltrúi FEE reglubundið þá staði sem flagga Bláfánanum.

Í alþjóðlegri dómnefnd Bláfánans sitja fulltrúar frá: