Þú er hér - Category: Ályktanir

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Ályktanir aðalfundar Landverndar 2011

Á aðalfundi Landverndar 26. maí voru samþykktar þrjár ályktanir sem stjórn samtakanna hafði veg og vanda af undirbúningi að, þ.e. (1) um annan áfanga Rammaáætlunar, (2) um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda og (3) um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra

Yfirlýsing Landverndar vegna áforma um álver í Helguvík. Stjórn Landverndar harmar linnulausar árásir fylgjenda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra landsins undanfarið og skorar á hlutaðeigandi aðila að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það þjóni hagsmunum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvesturlandi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði.

SJÁ VERKEFNI »
Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti, landvernd.is

Hjólreiðar sem fullgildur samgöngukostur

Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.

SJÁ VERKEFNI »
Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Þingsáyktunartillaga um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Flutningsmenn tillögunnar eru llögu úr Náttúruverndaráætlun 1004 – 2008. Þessi tillaga er sett fram sem fylgiskjal með þingsályktunartillögunni.

Þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

SJÁ VERKEFNI »

Hálendisvegaskýrsla Landverndar

Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.

SJÁ VERKEFNI »

Gjábakkavegur, ráðherra fresti útboði

Landvernd vill fresta útboði Gjábakkavegar. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er verkið á skrá yfir fyrirhuguð útboð þrátt fyrir að UNESCO fjalli nú um málefni Þjóðgarðsins og þá umhverfisvá sem líklega myndi hljótast af veginum.

SJÁ VERKEFNI »
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

SJÁ VERKEFNI »

Stóriðjuframkvæmdir taka völdin á ný

Við teljum því ekki að spurningin sé hvort, heldur hvenær og hversu umfangsmiklar þessar framkvæmdir verða. Spá um áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir er því meðal mikilvægra forsendna í hagspánni, … Er meðal þess sem segir í hagspá Landsbankans til 2015.

SJÁ VERKEFNI »