Dettifoss er einn vatnsmesti foss Evrópu, landvernd.is

Dettifossvegur frá sjónarhóli Landverndar

Landvernd hvetur til málefnalegra skoðanaskipta í kjölfar gagnrýni sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á umsögn Landverndar um Dettifossveg og ályktunar Húsavíkurbæjar um sama mál. Samtökin minna á að hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara saman.

Vegna gagnrýni sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á Landvernd, í kjölfar umsagnar samtakanna um áform um Dettifossveg og ályktunar Húsavíkurbæjar um sama mál, vill Landvernd koma eftirfarandi á framfæri:

Landvernd telur mikilvægt að skoðanaskipti um ólík sjónarmið fari fram með málefnalegum hætti og leggur sitt af mörkum til þess að svo sé.

Landvernd hefur í umsögn sinni vegna áforma um Dettifossveg bent á að ferðamenn sækja svæðið fyrst og fremst vegna þeirra einstöku náttúru sem þar er að finna. Til langs tíma litið fara því hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu saman í þessu máli sem svo mörgum öðrum.

Til langs tíma litið fara því hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu saman í þessu máli sem svo mörgum öðrum.

Í umsögn sinni mæla samtökin með að vestan Jökulsár á Fjöllum verði lagður vegur sem miðast við náttúruvæna ferðaþjónustu en ekki uppbyggður heilsársvegur. Bent er á að uppbyggður heilsársvegur ætti betur heima austan megin. Þá gerir stjórn Landverndar athugasemd við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að miða hönnun vegarins innan þjóðgarðsins við 90 km hámarkshraða og kynna ekki valkost með lægri hámarkshraða sem auðveldara væri að fella að landslagi og náttúru. Að miða veginn við 90 km/klst er og andstætt því sem lagt var upp með í matsáætlun.

Í þjóðgarðinum á Þingvöllum er lítið uppbyggður vegur sem fellur ágætlega inn í landslagið. Góð reynsla er af veginum á Þingvöllum og hefði verið full ástæða til þess að fjalla um sambærilegan veg sem valkost í mati á umhverfisáhrifum. Með slíkum vegi mætti að líkindum halda umhverfisáhrifum og röskun innan þjóðgarðsins vestan Jökulsár í lágmarki.

Að lokum tekur stjórn Landverndar undir sjónarmið Umhverfisstofnunar hvað varðar veglínu A á suðurhluta vegarins frá hringveginum að Dettifossi. Víðtæk samstaða hefur myndast um áform um að friða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Því ber að staðsetja veginn utan marka væntanlegs þjóðgarðs þar sem það er vel mögulegt. Verðmæti svæðisins eru einkum fólgin í landslagi og jarðmyndum og því ber að miða vegstæðið við það að þessum verðmætum verði ekki spillt.

Fh. Landverndar

Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri.

Lesa umsögn Landverndar um Dettifossveg til Skipulagsstofnunnar.

Nýlegar umsagnir

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top