Erla Bil Bjarnardóttir er í stjórn Landverndar, landvernd.is

Erla Bil Bjarnardóttir

Erla Bil er í stjórn Landverndar

Erla er fædd í Reykjavík og hefur búið lengst af í Garðabæ. Var send sem barn í sveit austur í Mýrdal og verið þar viðloðandi síðan.

Erla er mikið til sjálfmenntuð, með búfræðimenntun frá Hólaskóla og hefur tekið fjölda námskeiða í faginu m.a. landvarðarnámskeiði. Starfaði við rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins, gróðrarstöðvum, en lengst af eða þrjá áratugi sem garðyrkjustjóri og seinna umhverfisstjóri hjá sveitarfélagi en er nú eftirlaunaþegi. Var meðal annars starfsmaður og ritari umhverfisnefndar bæjarins, í því starfi fellst m.a. umhverfisfræðsla með náttúru- og sögugöngum fyrir almenning, skipulagning útikennslu fyrir grunnskóla, unnið að undirbúningi friðlýsinga og haft umsjón með friðlýstum svæðum samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Erla þekkir því ágætlega til starfsemi sveitafélaga og græna geirans.

Erla hefur verið mjög virk í félagsstörfum, stofnandi Skógræktarfélags Garðabæjar árið 1988 og formaður fyrstu þrjá áratugina, stofnandi Samtaka garðyrkju og umhverfisstjóra (SAMGUS) 1992 og setið þar í stjórn, gerð að heiðursfélaga 2017. Veitt heiðursmerki SATS 2016 Samtaka tæknimanna sveitarfélags. Er í stjórn Kvenfélags Garðabæjar og í Netinu Samskiptaneti kvenna á vinnumarkaðinum frá 1986.

Áhersluatriði Erlu:

Náttúruvernd og umhverfismál í víðum skilningi. Er félagsvera og starfa í nokkrum félagasamtökum. Hef ánægju á að ferðast innanlands sem utan.

Scroll to Top