Fjórir plasthlutir sem þú getur auðveldlega sleppt í ferðalaginu.

Afþakkaðu kaffilokið á ferðalaginu.
Á ferðalagi henda sumir öllum reglum út um gluggann. Það er þó óþarfi að hætta að huga að umhverfinu í fríinu. Hér eru fjórir hlutir sem þú getur auðveldlega afþakkað í fríinu.

Á ferðalagi henda sumir öllum reglum út um gluggann. Það er þó óþarfi að hætta að huga að umhverfinu í fríinu. Þú getur tekið þátt í plastlausum júlí!

Plastlaus júlí er haldinn árlega og er fyrirmyndin að hinum frábæra Plastlausa september sem fer fram á Íslandi á hverju hausti.

Þó að við tökum þátt í plastlausum september er ekkert sem mælir gegn því að taka einnig þátt í plastlausum júlí. Þar sem margir eru á faraldsfæti í júlí er um að gera að taka áskorun Plastic free July um að sleppa einnota plasti á ferðalaginu. Það er vel hægt, sérstaklega ef þú ert búin/nn að undirbúa þig og ert með það sem þú þarft í bakpokanum.

 

Fjolnota vatnsflaska.
Taktu með þér fjölnota vatnsbrúsa og fylltu á hann þar sem gott kranavatn er í boði.

Einnota plastflöskur eru notaðar í skamman tíma. Ef vatn skín á flöskurnar losna örsmáar agnir út í drykkjarvatni. 

Kaffilok
Afþakkaðu kaffilokið þegar þú færð þér kaffi á ferðinni. Margt smátt gerir eitt stórt.
Hnífapör
Það er ekki mikið mál að vera með hnífapör í bakpokanum. Það er töluvert betra en að nota plasthnífapörin, sem eru léleg til síns brúks og einnota.
Poki
Mundu eftir fjölnota pokanum á ferðalaginu. Sérstaklega erlendis þar sem mikið er enn notað af litlum plastpokum.

Vertu með og hjálpaðu okkur að skrúfa fyrir plastkranann.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top