Fimmtudaginn 3. janúar sl. voru tveir fyrirlestrar haldnir í fyrirlestraröðinni Frá vitund til verka – um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum, sem Landvernd og Norræna húsið standa að. Viðfangsefnið að þessu sinni var veraldarvefurinn og félagsmiðlar. Bjarki Valtýsson, lektor við Kaupmannahafnarháskóla flutti erindi sem fjallaði um félagsmiðla, svo sem facebook, og umhverfisvernd. Áhugaverðar umræður spunnust í kjölfarið og geta áhugasamir séð fyrirlesturinn hér.