Hvernig má bæta umgengni og vernda náttúruperlur með stígagerð?
Skoski landfræðingurinn Bob Aitken flutti fyrirlesturinn Finding the right path sem tekur á göngustígastjórnun og möguleikum Íslendinga á því sviði.
Fyrirlesturinn var fluttur í samstarfi við Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð, Ferðamálastofu, Skógrækt ríkissins og Landvernd.
Bob Aitken er þekktur ráðgjafi um stjórnun göngustíga. Hann hefur áratuga reynslu í skipulagningu viðkvæmra svæða og lagningu göngustíga á hálendi víðsvegar um heim. Aukinn áhugi Íslendinga á útivist og sívaxandi fjöldi ferðamanna hér á landi kalla á skipulag í þessum málum.
Um áttatíu manns sóttu fyrirlesturinn sem var afar áhugaverður og er nú aðgengilegur fyrir þá sem ekki áttu heimangengt.
Fyrirlesturinn var fluttur á ensku.