Góðir göngustígar geta stýrt umferð gangandi vegfarenda um náttúruperlur, aukið aðgengi og um leið verndað viðkvæm svæði, landvernd.is

Fetum rétta stíginn

Hvernig má bæta umgengni og vernda náttúruperlur með stígagerð? 

Skoski landfræðingurinn Bob Aitken flutti fyrirlesturinn Finding the right path sem tekur á göngustígastjórnun og möguleikum Íslendinga á því sviði.

Fyrirlesturinn var fluttur í samstarfi við Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð, Ferðamálastofu, Skógrækt ríkissins og Landvernd.

Bob Aitken er þekktur ráðgjafi um stjórnun göngustíga. Hann hefur áratuga reynslu í skipulagningu viðkvæmra svæða og lagningu göngustíga á hálendi víðsvegar um heim. Aukinn áhugi Íslendinga á útivist og sívaxandi fjöldi ferðamanna hér á landi kalla á skipulag í þessum málum.

Um áttatíu manns sóttu fyrirlesturinn sem var afar áhugaverður og er nú aðgengilegur fyrir þá sem ekki áttu heimangengt.

Fyrirlesturinn var fluttur á ensku.