Þátttaka í ákvarðanatöku

Landvernd virkan þátt í stefnumótun í umhverfismálum með gerð umsagna um fjölda þingmála, skipulagsmál sveitarfélaga, áætlanagerð og einstakar framkvæmdir á vegum einkaaðila og hins opinbera. Landvernd beitir sér einnig í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum. Fulltrúar samtakanna eiga sæti í starfshópum  á vegum hins opinbera, taka þátt í opnum fundum um margvísleg málefni og vekja athygli á umhverfismálum í fjölmiðlum. Samtökin virkja önnur félagasamtök og einstaklinga með sér í þessu starfi. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli árósasamningsins og innleiðingu hans í íslensk lög. Samningurinn veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. 

Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?

Auður  Önnu Magnúsdóttir    25.6.2018
Auður Önnu Magnúsdóttir

Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2, sem nær frá suðurmörkum friðlandsins á Hornströndum og suður um Ófeigsfjarðarheiði og spannar fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar1

Umhverfis- og auðlindaráðherra skal samkvæmt náttúruverndarlögum2 leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, eru svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.

Vernd í stað virkjunar

Innan þess svæðis við Drangajökul sem Náttúrufræðistofnun leggur til að verði friðlýst er athafnasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Sýnt hefur verið að virkjunin muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi og vegna þeirra minja sem er að finna á svæðinu og víðernaupplifunar mun það geta skapað arðbærari tækifæri verndað en virkjað.

Náttúrufræðistofnun tekur fram að helsta ógn sem steðji að svæðinu sé möguleg virkjun vatnsfalla, sem geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd svæðisins auk þess að raska tilteknum jarðminjum.

Láta skal af blekkingum um raforkuöryggi Vestfirðinga

Landvernd skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem er raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta þær blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því.

Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað.

1http://ni.is/midlun/natturuminjaskra  og  https://www.ni.is/greinar/vf-drangajokull  

2nr. 60/2013

 

Mynd: www.fifl.is

foss_hvalá.PNG 

Vista sem PDF

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Í brennidepli

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.

Leita í gagnasafni

gunnar-sigurdarson-Thingvellir.jpg
Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Nýtt frumvarp um þjóðgarða og þjóðgarðastofnun þarf að ná til annarra friðlýstra svæða sem eiga að vera í umsjón stofnunarinnar.

Teigskogur.png
Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
Landvernd hafnar háspennulínum á óbyggðum víðernum, miðhálendi Íslands og við náttúruminjar sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði