Þátttaka í ákvarðanatöku

Landvernd virkan þátt í stefnumótun í umhverfismálum með gerð umsagna um fjölda þingmála, skipulagsmál sveitarfélaga, áætlanagerð og einstakar framkvæmdir á vegum einkaaðila og hins opinbera. Landvernd beitir sér einnig í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum. Fulltrúar samtakanna eiga sæti í starfshópum  á vegum hins opinbera, taka þátt í opnum fundum um margvísleg málefni og vekja athygli á umhverfismálum í fjölmiðlum. Samtökin virkja önnur félagasamtök og einstaklinga með sér í þessu starfi. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli árósasamningsins og innleiðingu hans í íslensk lög. Samningurinn veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. 

Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð

Auður  Önnu Magnúsdóttir    28.5.2018
Auður Önnu Magnúsdóttir

Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.

 

Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur tók málið ekki til efnislegrar meðferðar en vísaði því frá með þeim rökum að Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hefðu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.  Samtökin telja þá frávísun fráleita m.a. vegna fyrri kæru samtakanna til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. janúar 2017. Málsaðild samtakanna byggir því á 60 gr. stjórnarskrárinnar. Þá er þess krafist til vara að frávísunarúrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. nóvember 2017 verði ógiltur.

 

Fyrirhugaður vegkafli á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda, leið sem Vegagerðin hefur nefnt 3b, liggur um verðmæt náttúrufyrirbæri, votlendi, leirur og sjávarfitjar, sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga og ekki skal raska nema um brýna almannahagsmuni sé að ræða. Samtökin telja svo ekki vera í þessutilviki þar sem önnur veglína, leið 1, hefur sannarlega mun minni neikvæð umhverfisáhrif í för með sér en uppfyllir þó kröfu um greiðar samgöngur og staðla um öryggi. Í áliti Skipulagssstofnunar (frá 7. ágúst 2009) kemur fram að áhrif leiðar 3b á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður verða óhjákvæmilega verulega neikvæð, og áhrif á landslag, ásýnd og jarðmyndanir séu þar að auki varanleg og óafturkræf.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg 

Vista sem PDF

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Í brennidepli

orkustefna.jpg
1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
Orkustefna fyrir Ísland varðar alla starfsemi á Íslandi.

Leita í gagnasafni

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,

loftslagslog.jpg
Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Mál nr. S-36/2019
Landvernd vill að loftslagslögum verði breytt þannig að þau endurspegli grafalvarlega stöðu í loftslagsmálum

Mynd/Mannvit
Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
Samtökin telja að málsmeðferð Bláskógabyggðar við veitingu nýs framkvæmdaleyfis sé andstæð lögum og að á henni séu bæði form- og efnisannmarkar sem eigi að leiða til ógildingar. Krafa samtakanna um stöðvun framkvæmda byggir m.a. á frétt í Morgunblaðinu frá í gær (26. mars 2018) um að byrjað verði að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað í þessari viku og að strax eftir páska muni starfsmenn Ístaks hefjast handa um framkvæmdir.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði