Þátttaka í ákvarðanatöku

Landvernd virkan þátt í stefnumótun í umhverfismálum með gerð umsagna um fjölda þingmála, skipulagsmál sveitarfélaga, áætlanagerð og einstakar framkvæmdir á vegum einkaaðila og hins opinbera. Landvernd beitir sér einnig í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum. Fulltrúar samtakanna eiga sæti í starfshópum  á vegum hins opinbera, taka þátt í opnum fundum um margvísleg málefni og vekja athygli á umhverfismálum í fjölmiðlum. Samtökin virkja önnur félagasamtök og einstaklinga með sér í þessu starfi. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli árósasamningsins og innleiðingu hans í íslensk lög. Samningurinn veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. 

Úrskurður kallar á nýja ákvörðun um umhverfismat hótels í Mývatnssveit

Ekki var grundvöllur fyrir leyfisveitingum Umhverfisstofnunar og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps fyrir Fosshóteli við Mývatn. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að umhverfismeta hótelið byggðist ekki á lögmætum grunni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í tveimur úrskurðum kveðnum upp í dag. Hótelið var opnað um síðustu helgi. Það er á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Landvernd mun krefjast tafarlausra aðgerða stjórnvalda í framhaldinu til að tryggja megi ítrustu umhverfisvernd vegna starfsemi hótelsins.

Landvernd krafðist þess í desember í fyrra að felld yrði úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hótelið þyrfti ekki í umhverfismat, en bygging þess hófst í óleyfi s.l. sumar. Úrskurðarnefndin féllst í dag á kröfu Landverndar, og ógilti ákvörðunina, þar sem hún væri ekki byggð á lögmætum forsendum. Af því leiðir að ekki er grundvöllur fyrir leyfisveitingum Umhverfisstofnunar og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps.

Haustið 2016 komst í hámæli er byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps stöðvaði byggingu hótelsins en búið var að reisa stærstan hluta þess í leyfisleysi. Umhverfisstofnun þarf að veita undanþágur fyrir framkvæmdum á verndarsvæðinu við Mývatn, en hóteleigendur höfðu ekki leitað eftir því. Þá hafði byggingarleyfi ekki verið gefið út. Loks hafði hóteleigandi ekki sinnt lögboðinni skyldu til að leita ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort umhverfismeta þyrfti hótelið. Leyfi þessi voru síðan gefin út, eftir að bygging hótelsins var vel á veg komin, í nóvember 2016, í kjölfar þess að Skipulagsstofnun hafði úrskurðað að hótelið þyrfti ekki að umhverfismeta. Kærði Landvernd málið í beinu framhaldi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hefur nú fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar. Úrskurðarnefndin bendir á að af því leiði að ekki er lengur grundvöllur fyrir leyfisveitingum Umhverfisstofnunar og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps. Nefndin taldi sig hinsvegar ekki hafa lagaheimild til að fella úrskurð um gildi þeirra leyfa og vísaði þeim þætti málsins því frá.

Landvernd fagnar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, sem undirstrikar mikilvægi þess að umhverfismeta stórar framkvæmdir sem hafa mengun í för með sér á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Hins vegar gagnrýna samtökin að nefndin skuli ekki hafa úrskurðað fyrr  í málinu. Þegar er búið að reisa hótelið og rekstur þess er hafinn. Sú háttsemi hóteleigenda að byggja í leyfisleysi og í trássi við lög er og verður algerlega ólíðandi. Landvernd mun þegar í stað leita eftir fundum með viðkomandi stjórnvöldum um þessa nýju stöðu málsins. Jafnfram vonast samtökin til að þetta mál leiði til betri vinnubragða í sambærilegum framkvæmdum í framtíðinni. Einsýnt er að nú fer af stað málsmeðferð um umhverfismat hótelsins og starfsemi þess. Landvernd telur ekki að rekstur þess geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Gæta verður ítrustu krafna um umhverfisvernd við Mývatn. Samtökin hafa því boðað forstjóra Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, auk sveitarstjóra Skútustaðahrepps.

Fundarboðið má finna hér að neðan auk úrskurðanna.

Fundarbod vegna Grimsstadamals_7juli2017.pdf
161 2016 Hótel í landi Grímsstada - Matsskylduákvördun Rannsóknarregla Rökstudningur Ógilding Leyfisveiting Frávísun_06juli2017.pdf
167 2016 Hótel í landi Grímsstada - stöðuleyfi frávísun_06juli2017.pdf
Tögg
Mynd Fosshotel_7juli.jpg 

Vista sem PDF

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Í brennidepli

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.

Leita í gagnasafni

gunnar-sigurdarson-Thingvellir.jpg
Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Nýtt frumvarp um þjóðgarða og þjóðgarðastofnun þarf að ná til annarra friðlýstra svæða sem eiga að vera í umsjón stofnunarinnar.

Teigskogur.png
Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
Landvernd hafnar háspennulínum á óbyggðum víðernum, miðhálendi Íslands og við náttúruminjar sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði