Þátttaka í ákvarðanatöku

Landvernd virkan þátt í stefnumótun í umhverfismálum með gerð umsagna um fjölda þingmála, skipulagsmál sveitarfélaga, áætlanagerð og einstakar framkvæmdir á vegum einkaaðila og hins opinbera. Landvernd beitir sér einnig í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum. Fulltrúar samtakanna eiga sæti í starfshópum  á vegum hins opinbera, taka þátt í opnum fundum um margvísleg málefni og vekja athygli á umhverfismálum í fjölmiðlum. Samtökin virkja önnur félagasamtök og einstaklinga með sér í þessu starfi. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli árósasamningsins og innleiðingu hans í íslensk lög. Samningurinn veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. 

Virkjun vindorku á Íslandi. Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.

Salome Hallfreðsdóttir    23.2.2018
Salome Hallfreðsdóttir
LANDVERND SETUR FRAM STEFNU UM VIRKJUN VINDORKU Á ÍSLANDI
 
Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til að framkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði í byggingu vindorkuvirkjana á svæðum þar sem miklar líkur eru á að þær hafi veruleg neikvæð áhrif á viðkvæma náttúru landsins. Einnig vonast samtökin til að stefnan marki upphafið af almennri umræðu um málefnið hér á landi.
 
 
Þann 23. febrúar 2018 afhenti Landvernd Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, nýtt stefnumótunar- og leiðbeiningarrit sem ber nafnið Virkjun vindorku á Íslandi. Öll sveitarfélög landsins hafa einnig fengið ritið sent. 
 
Í landsskipulagi liggur ekki fyrir stefna um vindorkuvirkjanir og sveitarfélög hafa almennt ekki markað sér stefnu um þær í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi. Sveitarstjórnir geta því ekki byggt á eigin stefnumörkun þegar fyrirspurn berst um möguleika á að reisa vindorkuvirkjun. Takmörkuð fræðsla liggur fyrir af hálfu Skipulagsstofnunar fyrir sveitarstjórnir til að byggja á. Landvernd sér því ástæðu til að benda á nokkra þætti sem leggja þarf áherslu á í umfjöllun sveitarstjórna þegar fyrirspurn um byggingu vindorkuvirkjunar berst eða þegar vindorka er til umfjöllunar við gerð skipulagsáætlana. Gátlista fyrir sveitarstjórnir má nálgast í stefnumótunarritinu. 
 
Mikilvægt er að vanda vel undirbúning og staðsetningu vindorkuvirkjana í ljósi þess að bygging þeirra og rekstur kann að hafa ýmis neikvæð áhrif á umhverfið, ekki síst á landslag og ásýnd lands. Vert er að huga að þessu frá upphafi m.a. með því að skilgreina svæði þar sem vindorkuvirkjanir og vindorkuver verði ekki reist. Brýnt er að fram fari almenn umræða um hvar komi til greina að staðsetja slík mannvirki og hvar þau eigi ekki heima.
 
Eftirfarandi eru helstu niðurstöður og áherslur Landverndar úr stefnumótunarritinu:
  • Landvernd telur þörf fyrir vindorkuvirkjanir ekki eins aðkallandi á Íslandi og víða annars staðar.
  • Landvernd hvetur stjórnvöld til að marka stefnu um nýtingu vindorku.
  • Landvernd hafnar vindorkuvirkjunum innan verðmætra náttúrusvæða.
  • Landvernd vill koma í veg fyrir að vindorkuvirkjanir skerði verðmætar landslagsheildir og ásýnd lands.
  • Landvernd telur sjálfsagt að vindorkuver falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun).
  • Landvernd hvetur sveitarfélög til að marka langtímastefnu um vindorkuver í skipulagi, þar sem aðkoma almennings að ákvarðanatöku sé tryggð á fyrstu stigum ferlisins.
 
Það er von Landverndar að stjórnvöld geti nýtt sér leiðbeiningarnar sem samtökin setja fram í stefnumörkun sinni í orku- og umhverfismálum og að sveitarstjórnir geti nýtt þær við skipulagsgerð. Jafnframt beinir Landvernd því til hugsanlegra virkjunaraðila vindorku að skoða einungis kosti utan þeirra svæða sem samtökin leggja til að verði án vindorkuvirkjana. Áhersla er lögð á að almenningur hafi aðkomu að ákvörðunarferlinu og umræðu um hversu mikil þörf er á viðkomandi vindorkuvirkjun.
VIRKJUN VINDORKU A ISLANDI stefnumotunar- og leidbeiningarrit Landverndar.pdf
Tögg
Rit Landverndar  Afhending ritsins  Vindorka 

Vista sem PDF

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Í brennidepli

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru

Leita í gagnasafni

gunnar-sigurdarson-Thingvellir.jpg
Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Nýtt frumvarp um þjóðgarða og þjóðgarðastofnun þarf að ná til annarra friðlýstra svæða sem eiga að vera í umsjón stofnunarinnar.

Mynd/Mannvit
Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
Samtökin telja að málsmeðferð Bláskógabyggðar við veitingu nýs framkvæmdaleyfis sé andstæð lögum og að á henni séu bæði form- og efnisannmarkar sem eigi að leiða til ógildingar. Krafa samtakanna um stöðvun framkvæmda byggir m.a. á frétt í Morgunblaðinu frá í gær (26. mars 2018) um að byrjað verði að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað í þessari viku og að strax eftir páska muni starfsmenn Ístaks hefjast handa um framkvæmdir.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði