Taktu þátt í að breyta heiminum.
Vertu með í grasrótarstarfi Landverndar.
Í grasrótarstarfinu koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum og náttúruvernd.
Hálendishópur Landverndar
Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Loftslagshópur Landverndar
Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar.
Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!
SJÁ sameinast Landvernd
Sjálfboðaliðasamtökin SJÁ hafa unnið að náttúruvernd í yfir 35 ár. Samtökin hafa nú sameinast Landvernd og verða rekin sem sér deild innan Landverndar.
Andrés Skúlason
Andrés Skúlason hefur umsjón með grasrótarstarfi félaga Landverndar
Ungmenni til áhrifa – YOUth LEADing the world – Leiðtoganámskeið
Vilt þú sækja þér leiðtogaþjálfun um sjálfbæra þróun og loftslagsmál? YOUth LEADing the world gerir ungu fólki kleift að finna sína eigin rödd og verða virkir þátttakendur í að skapa sanngjarnari og sjálfbærari framtíð.
Komdu á næsta fund!
Grasrótarhópar Landverndar hittast reglulega, fræðast, skipuleggja aðgerðir og hafa áhrif.