Hjarta landsins býr yfir stærstu víðernum Evrópu, Íslendingum ber að vernda þessi verðmæti, landvernd.is

Hálendi Íslands er einstakt – Myndskeið

Hjarta landsins býr yfir stærstu víðernum Evrópu, Íslendingum ber að vernda þessi verðmæti. Í myndskeiðinu má sjá svipmyndir frá Fjallabaksleið syðri, drónamyndir teknar af BearJam Productions.

Mælifell á Mælifellssandi má finna á hálendi Íslands, hjarta landsins, á Fjallabaksleið syðri, norðan Mýrdalsjökuls. 

Mælifell rís um 791 metra yfir sjávarmáli og má á myndskeiðinu sjá Mýrdalsjökul að baki fellsins. 

Miðhálendi Íslands er eitt af stærstu víðernum sunnan heimskautabaugs. Svæðið býr yfir einstakri náttúrufegurð, jarðmyndunum og miklum andstæðum elds og íss. 

Miðhálendi Íslands er ógnað af virkjunaráformum og ber Íslendingum að vernda þessi djásn fyrir ásókn orkufyrirtækja og stóriðju. 

Myndskeiðið var tekið fyrir hálendisverkefni Landverndar, framleitt af BearJam Productions.