Hjördís Björk Ásgeirsdóttir er fræðslufulltrúi Alviðru,
fræðsluseturs Landverndar.
Hjördís er fræðslufulltrúi Alviðru, fræðsluseturs Landverndar í Alviðru í Ölfusi. Hún starfaði sem staðarhaldari og forstöðumaður í Alviðru á árunum 1999 til 2010 og er nú nýráðin til starfa að Alviðru að nýju.
Hjördís rak lengi eigin garðyrkjustöð, hefur starfað sem verslunarstjóri og nú síðast sem félagsliði í heilbrigðisgeiranum.
Hjördís er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, leiðsögumaður frá MK og hefur diplóma í ferðamálafræði frá sama skóla. Hún hefur brennandi áhuga á umhverfismálum, fræðslu og hvers konar ræktun. Þar fyrir utan eru útivist, ferðalög og dans meðal áhugamála.
Hjördís þekkir vel til staðhátta í Alviðru og hlakkar til að endurvekja fræðslustarfsemi í Alviðru og bjóða velkomna þangað áhugasama kennara með nemendur sína.