Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Hvað er Landvernd?

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem vinna að náttúruvernd, endurreisn spilltra landgæða og að sjálfbæru samfélagi.

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem vinna að náttúruvernd, endurreisn spilltra landgæða og að sjálfbæru samfélagi. Samtökin eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og er starfið fjármagnað með félagsgjöldum og styrkjum. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vinna að bættum lífsgæðum í landinu.

Landvernd er virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. Samtökin senda frá sér umsagnir og ályktanir og þrýsta á að farið sé að náttúruverndarlögum.

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Félagar í Landvernd eru yfir 6000 manns og eru samtökin eru fjölmennustu og elstu náttúruverndarsamtök á Íslandi en þau voru stofnuð árið 1969.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top