Þegar talað er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þær geta verið af náttúrulegum orsökum eða af mannavöldum. Loftslagsbreytingar af mannavöldum orsakast af aukinni útlosun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins, s.s. brennslu á kolefnaríkum orkugjöfum eða skóga- og landeyðingu. Með auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti sleppur enn minna af varma út í geim og loftslag á jörðinni hlýnar. Verkefni mannkyns er því að draga verulega úr útlosun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum.
Þær gróðurhúsalofttegundir sem skipta mestu máli í sambandi við loftslagsbreytingar eru koltvísýringur (COH2), metan (CHH4) og tvíköfnunarefnisoxíð eða hláturgas (NH2O). Þessar lofttegundir draga í sig innrauða geislun og hita yfirborð jarðar, en þær hafa mismikil áhrif á hitastig.
Það liggja miklir möguleikar í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ýmsum geirum samfélagsins. Nærtækast er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig er hægt að stefna á kolefnishlutleysi með því að binda kolefni. Það er meðal annars hægt með landgræðslu, endurheimt vistkerfa, þ.m.t. skóglendis og votlendis og steingervingu líkt og Carb-fix.
Verndum votlendi bindum kolefni
Landvernd er meðal stofnenda Kolviðs sem er sjóður sem býður fyrirtækjum að kolefnisjafna rekstur og samgöngur.
Á Íslandi má einnig binda kolefni með því að styðja við Græðum Ísland – öðru nafni CARE sem er landgræðsluverkefni Landverndar, Vistheimt með skólum og Votlendissjóð.