Margrét Hugadóttir

Margrét Hugadóttir er vefstjóri og verkefnastjóri hjá Landvernd.
Margrét Hugadóttir við Eyrarrósir á Sprengisandi, sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Margrét Hugadóttir er vefstjóri og verkefnastjóri hjá Landvernd.

 

Margrét er leggur mikið upp úr að miðla upplýsingum um náttúruna og vísindi. Hún er náttúrufræðikennari, fjölmenningarfræðingur og námsefnishönnuður. 

Margrét er með M.Ed. gráðu í fjölmenningarfræðum frá Freie Universität í Berlín og fjallaði lokaverkefni hennar um jafnrétti og kynjasamþættingu í íslenskum grunnskólum. Hún lauk B.Ed. gráðu í kennslu náttúrugreina í Kennaraháskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallaði um umhverfismennt og útikennslu. Í kjölfarið hannaði hún útikennslustofu í samstarfi við Skógrækt Reykjavíkur við Elliðavatn.

Margrét er mikil áhugakona um náttúruvernd og umhverfismál og hefur mikla trú á leitarnámi (inquiry based learning) og valdeflingu ungs fólks.

Undanfarin ár hefur Margrét leitt verkefni sem tengjast á einn eða annan hátt vísindamiðlun, leitarnámi, valdeflingu og skapandi skilum. Sem dæmi má nefna Hreint haf – Plast á norðurslóðum (2021) sem kom út á 6 tungumálum, Hreint hafHvað getum við gert? Endurhugsum, afþökkum, einföldumVísindavaka, Jörð í hættu, Skapandi skóli, handbók um skapandi skólastarf.

Auk náttúruverndar, brennur Margrét fyrir jafnrétti og starfar með feminísku samtökunum Stelpur rokka! sem efla ungar stúlkur, kynsegin og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.

margret (hjá) landvernd.is

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top