Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Margrét Hugadóttir

Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein. Margrét er vefstjóri Landverndar.

Margrét er náttúrufræðikennari, fjölmenningarfræðingur og námsefnishönnuður. Árið 2010 lauk hún M.Ed. gráðu í fjölmenningarfræðum frá Freie Universität í Berlín og fjallaði lokaverkefni hennar um jafnrétti og kynjasamþættingu í íslenskum grunnskólum. Hún lauk B.Ed. gráðu í kennslu náttúrugreina í Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Lokaverkefni hennar fjallaði um umhverfismennt og útikennslu. Í kjölfarið hannaði hún útikennslustofu í samstarfi við Skógrækt Reykjavíkur við Elliðavatn.

Margrét er mikil áhugakona um náttúruvernd og umhverfismál og hefur mikla trú á leitarnámi (inquiry based learning) og valdeflingu nemenda.

Undanfarin ár hefur Margrét komið að útgáfu margskonar námsefnis sem sem tengist allt á einn eða annan hátt leitarnámi, valdeflingu og skapandi skilum. Sem dæmi má nefna  Hreint hafVísindavaka, Jörð í hættu, Handbók um skapandi skólastarf.

Auk náttúruverndar, brennur Margrét fyrir jafnrétti og starfar með feminísku samtökunum Stelpur rokka! sem efla ungar stúlkur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu.

margret (hjá) landvernd.is

Scroll to Top