Eldvorp-Ellert-Gretarsson

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum

Landvernd telur að rökstyðja þurfi betur fjölda rannsóknaborholna sem HS Orka fyrirhugar í Eldvörpum. Samtökin hafa sent Skipulagsstofnun álit sitt á matsáætlun vegna framkvæmdarinnar.

Landvernd sendi á dögunum athugasemdir til Skipulagsstofnunar við tillögu að matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum. Samtökin ítrekuðu fyrra álit sitt á því að ekki bæri að hrófla við Eldvörpum, en bentu jafnframt á mikilvægi þess að rannsóknaboranir valdi sem minnstu raski verði af þeim á annað borð.

Í áliti sínu lagði Landvernd sérstaka áherslu á að rökstyðja þurfi betur fjölda borhola, ekki síst í ljósi þess að ef ekki verður af nýtingu á svæðinu, þá er enn mikilvægara að raska því sem minnst með rannsóknaborholum. Þá telja samtökin að rökstyðja þurfi betur það álit framkvæmdaraðila að ekki sé líklegt að hægt verði að nota borplan sem þegar er á svæðinu, en Landvernd leggur mikla áherslu á að fundnar verði leiðir til þess. Samtökin beina því til Skipulagsstofnunar að stofnunin geri athugasemdir við þessi atriði í matsætlun HS Orku. Umsögn Landverndar má finna í heild sinni hér að neðan.

Lesa umsögn landverndar

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top