Eldvorp-Ellert-Gretarsson

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum

Landvernd telur að rökstyðja þurfi betur fjölda rannsóknaborholna sem HS Orka fyrirhugar í Eldvörpum. Samtökin hafa sent Skipulagsstofnun álit sitt á matsáætlun vegna framkvæmdarinnar.

Landvernd sendi á dögunum athugasemdir til Skipulagsstofnunar við tillögu að matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum. Samtökin ítrekuðu fyrra álit sitt á því að ekki bæri að hrófla við Eldvörpum, en bentu jafnframt á mikilvægi þess að rannsóknaboranir valdi sem minnstu raski verði af þeim á annað borð.

Í áliti sínu lagði Landvernd sérstaka áherslu á að rökstyðja þurfi betur fjölda borhola, ekki síst í ljósi þess að ef ekki verður af nýtingu á svæðinu, þá er enn mikilvægara að raska því sem minnst með rannsóknaborholum. Þá telja samtökin að rökstyðja þurfi betur það álit framkvæmdaraðila að ekki sé líklegt að hægt verði að nota borplan sem þegar er á svæðinu, en Landvernd leggur mikla áherslu á að fundnar verði leiðir til þess. Samtökin beina því til Skipulagsstofnunar að stofnunin geri athugasemdir við þessi atriði í matsætlun HS Orku. Umsögn Landverndar má finna í heild sinni hér að neðan.

Lesa umsögn landverndar

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Hvítbók um skipulagsmál – drög að landskipulagsstefnu

Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnunni er ætlað ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.