Fréttir

7 þátttakendur á leiðbeinendanámskeiði

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Á myndinni sjást Helga Ragnarsdóttir frá Vatnsleysustrandarhreppi en hún ætlar að leiða hópa þar í bæ, Vatnsleysustrandarhreppur er að hefja þátttöku í verkefninu núna í haust. Í miðjunni Guðjón Ingi Eggertsson en hann er að taka við af Huldu sem staðbundinn stjórnandi í Hafnarfirði. Til hægri situr Arnar Birgir Ólafsson sem er umhverfisstjóri á Hvammstanga (Húnaþingi Vestra) en þar er á áætlun að taka upp visthópastarf innan tíðar.Til vinstri situr Bryndís Þórisdóttir, annar tveggja leiðbeinenenda á námskeiðinu, verkefnisstjóri Vistverndar í verki, í miðjunni er Guðrún Lilja Jóhannsdóttir frá Hveragerði og til hægri Hanna Bjartmars Arnardóttir frá Hveragerði.
Til vinstri situr Heiða Björk Sturludóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu og til hægri Inga Hrund Gunnarsdóttir, líffræðikennari í MK.

Á myndirnar vantar myndatökumanninn sjálfan, Tryggva Arnarson sem ætlar að taka að sér hópa í Reykjavík.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.