Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, fjallaði um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands. Hann talaði um ásókn orkugeirans í auðlindir hálendisins og áhrif þess á ferðaþjónustuna.

Þann 30.október sl. stóð Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir örfyrirlestrum í Öskju um Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, hélt þar erindi og nálgaðist málið á nýjan hátt. Hann talaði um ásókn orkugeirans í auðlindir hálendisins og áhrif þess á ferðaþjónustuna.

Hann segir að með hugmyndum orkugeirans um víðtæka aukna orkuvinnslu á hálendinu valdi orkugeirinn miklu álagi á náttúruna og þar með á þá auðlind sem ferðaþjónustan byggir ímynd og afkomu sína á.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd