Ársfundur Kolviðar 2012 og fyrirlestur um loftslagsmál

Ársfundur Kolviðar árið 2012 verður haldinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Lauganestanga 70, kl. 16:00 miðvikudaginn 31. október. Hugi Ólafsson flytur erindi um loftslagsbreytingar og tengingar við sjóði eins og Kolvið.

Ársfundur Kolviðar árið 2012 verður haldinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Lauganestanga 70, kl. 16:00 miðvikudaginn 31. október.

Gestur fundarins er Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri á skrifstofu hafs, vatns og loftslags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hugi mun fjalla um stöðu loftslagsmála á alþjóðavettvangi og áhrif hér á landi. Hann mun ræða við fundargesti um hvernig markaður fyrir sölu kolefnisbindingar gæti þróast og hver muni eiga kolefnisbindingu í skógræktinni í framtíðinni.

Í framhaldi af umræðum um fyrirlestur Huga munu almenn störf ársfundar hefjast.

Kolviður er samstarfsverkefni Landverndar og Skógræktarfélags Íslands. Allir eru velkomnir á fundinn.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd