Teigsskógur er einstakt svæði þar sem náttúrulegur birkiskógur mætir fjöru, landvernd.is

Athugasemdir Landverndar vegna draga að tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar

Landvernd leggur áherslu á að spornað sé við frekari þverunum eða eyðileggingu á leirum og sjávarfitjum.

Landvernd hefur birt athugasemdir vegna draga að tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi.

Breiðafjörður er einstakt svæði og innan þess er stór hluti af fjörum, leirum og sjávarfitjum á Íslandi. Leirur og sjávarfitjar njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er. Fjörur á svæðinu njóta auk þess verndar samkvæmt lögum 54/1995 um vernd Breiðafjarðar. Landvernd leggur ríka áherslu á að fullt tillit sé tekið til þessara laga við umbætur í vegasamgöngum við Vestfjarðaveg.

Landvernd leggur áherslu á að spornað sé við frekari þverunum eða eyðileggingu á leirum og sjávarfitjum og leitað leiða til að komast hjá því að fara um óraskað land. Landvernd telur að Vegagerðinni beri að fjalla um fleiri kosti í frummatsskýrslu en gert er ráð fyrir í drögum að matsskýrslu. Mikilvægt er að matsáætlun geri ráð fyrir því að skoðaðir séu sem flestir mögulegir kostir, þannig að finna megi hvaða leiðir eru líklegar til að hafa minnst umhverfisáhrif. Mat á umhverfisáhrifum á þannig að nýtast sem samanburður á mismunandi kostum framkvæmda.

Lesa umsögn Landverndar

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.