Bláa lónið flaggar sínum ellefta Bláfána

Við erum virkilega stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi þess á Ísland og að hljóta nú viðurkenninguna í ellefta skiptið. Viðurkenningin hefur verið okkur hvatning til þess að gera sífellt betur og á þeirri braut höldum við áfram.

‘Ég vil byrja á því að þakka Landvernd fyrir gott samstarf og þá ráðgjöf sem þau hafa veitt um verkefnið. Við starfsmenn Bláa Lónsins sameinumst undir merki Bláfánans í því að vernda umhverfið okkar, þetta gerum við t.d. með því að miðla upplýsingum, standa fyrir ýmis konar fræðslu svo sem gönguferðum um Reykjanesið og með því að halda umhverfinu okkar hreinu.
Við erum virkilega stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi þess á Ísland og að hljóta nú viðurkenninguna í ellefta skiptið. Viðurkenningin hefur verið okkur hvatning til þess að gera sífellt betur og á þeirri braut höldum við áfram,’ sagði Hulda Gísladóttir gæða- og öryggisstjóri Bláa lónsins þegar hún tók á móti Bláfánanum fyrir hönd Bláa lónsins.

Bláa lónið fagnar því að flagga umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum í ellefta skiptið. Við á Landvernd óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd