Fréttir

Bláfánanum flaggað á Borgarfirði eystri

Salome Hallfreðsdóttir    4.6.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Á sjómannadaginn, 2. júní síðastliðinn, var fyrsta Bláfána þessa árs flaggað og var það á Borgarfirði eystri. Heimamaðurinn og landfræðingurinn Hafþór S. Helgason afhenti fánann fyrir hönd Landverndar. Borgarfjörður eystri hefur flaggað Bláfánanum frá upphafi verkefnisins hér á landi.

Bláfáninn er veittur þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisstjórnun, vatnsgæði, öryggismál og umhverfisfræðslu. Fáninn er vel þekktur víða erlendis og trekkir að ferðamenn enda tákn um að vel sé gert í umhverfis- og öryggismálum.

Hugmyndin að verkefninu varð til í Frakklandi árið 1985 en í dag er það rekið í 46 löndum. Verkefnið er undir hatti alþjóðlegra samtaka um umhverfismennt, Foundation for Environmental Education (FEE), og hefur Landvernd verið fulltrúi FEE á Íslandi frá árinu 2001. Bláfánaverkefninu var hleypt af stokkunum hér á landi árið 2002. Árið 2012 flögguðu þrír staðir fánanum á Íslandi en á alþjóðavísu var flaggað á 3850 stöðum. Áætlað er að flagga á sjö stöðum á Íslandi á árinu 2013.

Smábátahöfnin á Borgarfirði eystri er staðsett við Hafnarhólmann og er aðstaðan við hólmann til fuglaskoðunar með eindæmum góð. Þar er auðvelt að komast í návígi við lunda, fýl, ritu og æðarfugl auk annarra tegunda sem dvelja í og við hólmann. Á undanförnum árum hefur Borgarfjarðarhreppur ásamt landeigendum lagt metnað sinn í að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn til fuglaskoðunar og útivistar við höfnina.

Til hamingju með Bláfánann, Borgfirðingar!
Tögg
BE_2013b     BE_2013a     BE_2013c     Hafnarholmi Map     Hafnarhólmi Borgarfirði ey     IMG_3269b-3000    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,