Fréttir

Bláfáninn afhentur í Stykkishólmi, Kópavogi og á Suðureyri

Salome Hallfreðsdóttir    5.6.2015
Salome Hallfreðsdóttir

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Þeir staðir sem flagga Bláfánanum í ár eru smábátahafnirnar á Borgarfirði eystri, Patreksfirði, Bíldudal, Stykkishólmi, Suðureyri og Ýmishöfn í Kópavogi og baðstrendurnar Bláa lónið, Ylströndin í Nauthólsvík og Langisandur á Akranesi.

Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið. Meginmarkmið verkefnisins að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og efla umhverfisvitund bæði notenda og samfélagsins í heild.

Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi og hver sá sem fær að flagga honum getur verið stoltur af vinnu sinni að umhverfismálum. Það er sæmandi fiskveiðiþjóð og ferðamannalandi að gera kröfur um framúrskarandi umhverfisstjórnun í höfnum landsins og er Bláfáninn öflugt tæki til að stuðla að því.

Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi.

Kópavogur  Kópavogur  Kópavogur     Suðureyri     Suðureyri     Stykkishólmur    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,