Fréttir

Bláfáninn afhentur Ylströndinni

Landvernd    21.5.2014
Landvernd

Bláfáninn var dreginn að húni á Ylströndinni í Nauthólsvík þann 15. maí s.l. og er það í níunda sinn sem Ylströndin fagnar Bláfánanum. Í ár verður sú nýbreytni að Ylströndin flaggar allt árið um kring, en ekki bara yfir sumartímann, þar sem baðgestir sækja ströndina allt árið. Þetta er annar Bláfánahandhafinn hér á landi sem flaggar allt árið, en Bláa lónið gerir það einnig.

Ylströndin í Nauthólsvík hefur í samvinnu við fræðslusvið Reykjavíkurborgar unnið sérlega veglega fræðsludagskrá, en fræðsludagskrá er meðal þess sem Bláfánahafar þurfa að uppfylla. Það er einnig gaman að geta þess að Ylströndin hefur verið valin af alþjóðlegri dómnefnd Bláfánans sem fyrirmynd annarra baðstranda hvað varðar fræðlsudagskrá og verður hún kynnt sérstaklega á alþjóðlegum fundi Bláfánans í Mexíkó í haust. Hér að neðan er hlekkur á fræðsludagskrá Ylstrandarinnar. 

Fræðsludagskrá Ylstrandarinnar

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,