Fréttir

Bláfáninn dreginn að húni á Patreksfirði, í Stykkishólmi og í Nauthólsvík

Salome Hallfreðsdóttir    10.7.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Bláfánahafnirnar á Patreksfirði og í Stykkishólmi og baðströndin í Nauthólsvík fengu afhendan Bláfánann á dögunum. Stykkishólmur flaggaði sínum ellefta fána, Ylströndin þeim áttunda og smábátahöfnin á Patreksfirði flaggaði sínum fyrsta Bláfána. Alls hafa því sjö staðir á landinu fengið þessa viðurkenningu í ár og er það mikil fjölgun frá því í fyrra.

Þeir sem hlutu Bláfánann árið 2013 eru smábátahafnirnar í Stykkishólmi, á Borgarfirði eystri, í Kópavogi og á Patreksfirði, baðstrendurnar Ylströndin í Nauthólsvík og Langisandur á Akranesi og baðstaðurinn Bláa lónið.

Bláfáninn er veittur þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisstjórnun, vatnsgæði, öryggismál og umhverfisfræðslu. Fáninn er vel þekktur víða erlendis og trekkir að ferðamenn enda tákn um að vel sé gert í umhverfis- og öryggismálum. Margar byggðir út um allt land byggja á hreinleika hafsins og ferðamennsku og því ætti það að vera keppikefli þeirra að flagga fánanum.

Landvernd óskar Patreksfirðingum, Hólmurum og Reykvíkingum innilega til hamingju með Bláfánann!

______________

Frétt um afhendingu Bláfánans á heimasíðu Vesturbyggðar.

Myndbrot af því þegar Bláfáninn var dreginn að hún í Nauthólsvík.

Tögg
32594_545794215482041_294276776_n     BF Afhending Nautholsvik2013     BF_afhending Nautholl 2013     BF_afhending_Stykkisholmur2013     BF_afhending_Stykkisholmur20132    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,