Fréttir

Bláfáninn í fyrsta sinn í Kópavogi

Salome Hallfreðsdóttir    10.6.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Fimmtudaginn 6. júní var Bláfánanum flaggað í fyrsta sinn í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók á móti Bláfánanum við smábátahöfn Kópavogs í gær þar sem Siglingafélagið Ýmir hefur aðsetur.

Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að "markvisst hefur verið unnið að því frá byrjun þessa árs að fá Bláfánann hingað í Kópavog, en þar hafa lagt lóð á vogarskálarnar umhverfis- og samgöngunefnd, starfsmenn umhverfissviðs, hafnarvörður og Siglingafélagið Ýmir. Bláfáninn er mikil viðurkenning fyrir Kópavogsbæ. Bærinn mun í samstarfi við siglingafélagið standa að umhverfisfræðslu fyrir starfsmenn Kópaness og félagsmenn Ýmis. Þau börn sem verða á siglinganámskeiði í sumar hjá Kópanesi verða einnig frædd um umhverfismál, flokkun á sorpi og mikilvægi öryggis í kringum siglingar."

Við sömu athöfn var vígt nýtt fróðleiksskilti með helstu upplýsingum um Bláfánaverkefnið, öryggi við höfnina, umgengnisreglur og umhverfi hafnarinnar.

Til hamingju, Kópavogsbúar!

blafaninnkop     blafaninn2    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,