Fréttir

Endurnýtt á skrifstofunni

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Á sameiginlegri skrifstofu Landverndar, Skógræktarfélags Íslands og Fuglaverndar er reynt á ýmsa vegu að glíma við vistvænt skrifstofuhald. Það var þó að hluta til neyð sem rak Tryggva (framkvæmdastjóra Landverndar) og Hrefnu (skrifstofustjóra Skógræktarfélgsins) til að ...

...rúlla 50 metra filmurúllunni úr faxtækinu til baka til að endurnota það. Alls komu fjórir starfsmenn að verkinu sem tók drjúgan tíma en þegar filman var komin í tækið virkaði hún fullkomlega. Verst að það vantar takka á tækið til að rúlla filmunni sjálfkrafa. Reyndar stendur í leiðbeiningabæklingi að ekki megi rúlla filmunni til baka en við fáum ekki séð annað en að það sé til að hægt sé að selja fleiri rúllur! Að minnsta kosti er gott að vita af þessum möguleika í neyð.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.