Fréttir

Fjölpóstur

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Dreifingastöð póstsins sem mestallur fjölpóstur fer um hefur útbúið límmiða til að líma við póstlúgu fólks sem vill losna við flóðið. Á miðanum stendur: Engan fjölpóst takk. Til að fá miðann þarf að skrifa undir á næsta pósthúsi að maður hafi sótt um slíkan miða og er þá strikaður út af sendingalista og fær afhentan miðann. Flestallur auglýsingapóstur fer um þessa póstdreifingu og þetta er því mikill munur. Það dugir ekki að útbúa sinn eigin miða heldur þarf að nota þetta staðlaða form.

Eftir sem áður geta einstaklingar sett miða inn um lúguna hjá okkur og sífellt færist í vöxt að dagblöð láti auglýsingabæklinga fylgja blöðum sínum. Öllu erfiðara er við þetta að eiga en sjálfsagt og þarft er að við hringjum í viðkomandi útgáfur og látum vita ef okkur mislíkar þetta.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.