Fréttir

Fljótsdalshérað í grænum gír

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Hallormsstaðarskóli fékk Grænfánann afhentan í annað sinn laugardaginn 27. maí og á sama tíma fengu 15 fjölskyldur viðurkenningu fyrir þátttöku í Vistvernd í verki í vetur. Sjá frétt í Morgunblaðinu í dag.
Anna Björk Hjaltadóttir, umhverfisfulltrúi á Fljótsdalshéraði fékk skírteini sem fullgildur leiðbeinandi og Agnes Brá Birgisdóttir sem áður fyrr á árunum var leiðbeinandi í Árborg fékk einnig nýtt og glæsilegt leiðbeinendaskírteini.

Íslenski fáninn og Grænfáninn blöktu vel á Hallormsstað á laugardaginn. Í grunnskólanum var vorhátíð og nemendur og fjölskyldur þeirra voru samankomin til að hátíðarhalda og vorverka. Nemendur hafa undanfarið undirbúið umhverfislistaverk og voru tvö þeirra útbúin á laugardag.
Hátíðin hófst á því að grænfáninn var afhentur og hífður að húni.


Anna Björk Hjaltadóttir, umhverfisfulltrúi Fljótsdalshérað, staðbundinn stjórnandi og leiðbeinandi Vistverndar í verki, Bryndís Þórisdóttir frá Landvernd og Hrefna Egilsdóttir, verkefnisstjóri Grænfánans í Hallormsstaðaskóla. Kátir krakkar á Hallormsstað


Börnin í umhverfisráði halda á Grænfánanum og áhorfendur spá í táknin

Í beinu framhaldi af afendingu Grænfánans voru tveir visthópar útskrifaðir en í þeim tóku þátt 15 heimili í vetur. Hrefna, verkefnisstjóri Grænfánans fékk 150 bæklinga um Vistvernd í verki og hugðist kynna verkefnið fyrir foreldrum nemendanna í haust og einnig á leikskólanum á Hallormsstað.


Visthóparnir tveir.

Visthóparnir héldu uppskeruhátíð í Hallormsstaðaskógi og lögðu á ráðin um að hittast tvisvar á ári héðan í frá, til gamans og sem eftirfylgni við visthópastarfið.


Agnes Brá og Bryndís við grillið


Visthópaspjall í skóginum

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.